Húnavaka - 01.05.1970, Side 77
HÚNAVAKA
75
Ein fyrsta bókin, sem prentuð var í Evrópu var almanak, en það
gerðist á árinu 1448. Þetta almanak varð ekki almennt.
Það er ekki fyrr en Regiomontanus* kemur fram, að útbreiðsla
almanaksins verður veruleg.
Fyrir lok 15. aldarinnar hafa verið gefin út almanök í Þýzkalandi,
Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Það er ekki löngu þar á eftir, að farið
er að gefa út almanak víðast hvar í Evrópu. Snemma á 16. öld virðist
víða farið að gefa út almanök árlega. Um svipað leyti er farið að
bæta við dagatalið ýmsum stjarnfræðilegum upplýsingum. Svo koma
smám saman nokkrar spásagnir, ásamt margs konar öðrum upp-
lýsingum.
Má í því sambandi nefna það, að 1533 kemur út enskt almanak
fkennt við John Thybault). Þar var hægt að finna spár um áhrif
tunglsins, stríð og frið, sjúkdóma á árinu, spár fyrir þá, sem fæddir
voru undir hinum VII plánetum (reikistjörnum) o. m. fl. Sem dæmi
um annað almanak, þar sem hægt er að finna ýmis konar spádóma,
má nefna franska almanakið (Almanaöh Liégois). Það hóf göngu
sína 1679, en hætti útkomu vegna þess, að útkoma þess var bönnuð
á árinu 1830.
Smám saman er farið að bæta fleiru inn í almanökin, svo sem
ættartölum þjóðhöfðingja, upplýsingum um póstleiðir o. fl. Sums
staðar voru almanök gefin út ársfjórðungslega og voru þá eins og
fjórðungsrit með ýmis konar fróðleik og jafnvel skemmtiefni, auk
aðalhlutverksins sem dagatal.
III.
Á árinu 1968 kom út á vegum bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins rit, sem heitir „Calendarium. íslenzkt rím. 1597“.
Þorsteinn Sæmundsson Ph. D. skrifar ,þar formála, sem veitir marg-
an ákjósanlegan fróðleik um almanök. Hann segir m. a.: „Prentlistin
barst til íslands á öndverðri 16. öld. Mun fyrsta bókin hafa verið
* Regiomontanus var þýzkur stjörnufræðingur og stærðfræðingur (1436—
1476). í Nurnberg kom hann upp stjörnuathugunarstöð, hinni fyrstu sinnar teg-
undar í Evrópu og notaði þar áhöld, sem hann sjálfur hafði fundið upp, Það
var árið 1471. Ennfremur kom hann á fót prentsmiðju. 1475 kallaði Sixtus páfi
hann til Rómaborgar. Var hann þá útnefndur biskup af Regensburg.