Húnavaka - 01.05.1970, Side 78
76
HÚNAVAKA
prentuð á Hólum í Hjaltadal í biskupstíð Jóns Arasonar. Var það
handbók klerka ('Breviarium), skráð á latínu, en nú glötuð að öðru
en tveimur blöðum, sem varðveitt eru í Konunglega bókasafninu í
Stokkhólmi. Sennilegt er, að þeirri bók hafi fylgt dagatal, þótt ekki
verði það fullyrt.
Eftir siðaskipti komst fyrst skriður á bókaútgáfu hér á landi. Var
það rnest fyrir atbeina Guðbrands Þorlákssonar, eftir að hann varð
biskup á Hólum árið 1571. Eitt fyrsta ritið, sem Guðbrandur gaf
út, mun hafa verið almanaksbók (Calendarium Islandicum, 1576),
sem nokkrar heimildir eru um, en sú bók er nú alötuð.
„Calendarium — íslenzkt rím“, sem hér kemur aftur fyrir almenn-
ings sjónir, er Lítið eitt yngra. Talið er, að það hafi verið látið fylgja
bænabók Andreasar Musculusar, sem út kom á Hólum árið 1597.
Fylgdi það einnig í svipaðri mynd annarri útgáfu bænabókarinnar
árið 1611.“
En löngu áður en þetta fyrsta almanak kemur út, höfðu íslend-
ingar svokallað rim. Það var eiginlega rit um þá list að finna árs-
tíðir, hátíðisdaga, tunglkomur o. fl., með því að telja á fingrum sín-
um. Þess vegna var það stundum kallað fingrarim.
Frá miðöldum höfum vér íslendingar ritsafn um tímatal og tíma-
talsreikning, sem kallað er Rimbegla, og eru þar í fornar ritgerðir,
sem rekja má fram á 11. öld (Stjörnu-Oddatal) og þaðan niður eftir.
Tvenns konar tímatalsrit voru þá mest tíðkanleg:
1. Kalendaria. Það var upprunnið í Rómaborg. Úr því var búin
til tafla, sem kallaðist „eilífðar-almanak“ (Calendarium perpetuum).
Venjulegast var það skráð fremst eða aftast í hverja messubók, svo
að þar væri alltaf hægt að sjá tímatalsreglur. Þetta rit fylgdi hverri
kirkju.
2. Rimstafirnir. Það voru trékefli eða tróhringir með áskornum
merkjum og myndum, sem táknuðu ýmislegt.
A Islandi var bókrím algengara. í söfnum eru til rímkver, sérstak-
lega frá 17. og 18. öld. En 1571 er talið, að fyrsta rímkverið sé prent-
að á Hólum, en síðar eru prentuð rímkver eftir Þórð biskup Þor-
láksson í Skálholti og Jón bisk. Árnason. Rímnakver Jóns biskups
er samkvæmt „nýja stíl“, (tímatali Gregoríusar 1582), var prentað
1707. En 1739 kom annað stærra rím ('fingrarímið). Á árinu 1838
var það endurprentað.
Nýi stíll var innleiddur hér á landi með konunglegri dlskipan 10.