Húnavaka - 01.05.1970, Side 79
HÚNAVAKA
77
apríl 1700. Áður hafði tíðkazt hinn svonefndi gamli still (júh'anska
tímatalið). Á árinu 1817 samdi Oddur læknir Hjaltalín kver, sem
hann kallaði „Nýtt lesrím“.
í Cornellsafninu í Bandarikjunum hefir varðveitzt handrit að
almanaki frá 1800—1836, þó ekki samfellt. Hefir það að mestu verið
reiknað fyrir Eyjafjörð, en ihluti af því er afrit af danska almanakinu.
13. febrúar 1835 er gefin út konungleg tilskipun um árlega út-
gáfu almanaks á íslenzka tungu. Næsta ár kom svo út fyrsta alman-
akið hér á landi. Það var í mjög litlu broti og hélt þeirri stærð allt
til ársins 1860. Þessi almanök hafa verið kölluð ,,kubbarnir“, og er
orðið afar erfitt að fá eintök af þeim, m. a. af því, að þegar árið var
liðið, var almanak liðins árs lítils virði og svo bráðlega fleygt.
Allt fram til ársins 1923 eru almanökin íslenzku að miklu leyti
sniðin eftir dönsku almanökunum.
Finnur Magnússon prófessor sá um fyrstu þýðingu almanaksins.
Lét hann setja inn í það ýmsar messur, sem sérstaklega var haldið
upp á, og ennfremur gamla misseratalið.
Jón Sigurðsson forseti tók við þýðingu almanaksins 1849. Þangað
til hafði það verið prentað með gotnesku letri, en hann lét taka upp
latneska letrið á það. Árið 1861 var brotið á almanakinu stækkað
í það, sem það nú er. Þá var líka tekin upp umgerðin af stjörnu-
merkjunum, sem skreyta kápu og titilblað þess síðan. Síðasta al-
manakið, sem Jón Sigurðsson forseti sá um, var fyrir árið 1880.
Gísli Brynjólfsson docent tók þá við því og sá um það frá 1881 —
1888, en hann lézt á Jm' ári.
Nikulás Runólfsson sá um það 1889—1898.
Valtýr Guðmundsson ritstjóri tók þá við og sá um útgáfuna til
1910.
Upplýsingar eru ekki fyrir hendi frá árunum 1911—1922.
Þá gerist það í sögu íslenzka almanaksins 1923, að útgáfa þess og
útreikningar flytjast hingað heim til íslands. Þá fékk Þjóðvinafélag-
ið þá dr. Ólaf Daníelsson og Þorkel Þorkelsson cand. mag. til að
taka að sér hina fræðilegu útreikninga. Þessir tveir sjá um útreikn-
ingana til 1951.
Leifur Ásgeirsson prófessor og Trausti Einarsson prófessor hafa
útgáfuna þá með höndum 1952—1955.
Prófessorarnir Bjarni Jónsson og Trausti Einarsson sjá um útgáf-
una 1956.
L