Húnavaka - 01.05.1970, Side 81
HÚNAVAKA
79
vér höldum og er aðaltal í almanakinu, er eitt aðalatriði mjög merki-
legt og það er aðskilnaðurinn milli kirkjuársins og leikmannsársins
eða hins borgaralega árs. Kirkjuárið lætur ekki mikið yfir sér, og
alþýða manna tekur svo sem lítið eftir því, en það er þó í raun og
veru fast sambundið í sinni röð. Þessi skipting milli kirkjuárs og
leikmannaárs er upphaflega komin frá Austurlöndum, einkum frá
Gyðingum, því að þeir byrjuðu leikmannaár sitt á haustin í október,
en kirkjuárið á páskum og stóð það svo nokkra stund, þar til farið var
að halda jólin í minningu fæðingar Krists, þá varð að skilja jólin
frá og hafa bil milli þeirra og páskanna eða upprisuhátíðarinnar.
Þess vegna byrjum vér kirkjuárið með aðventunni, sem er eiginlega
undirbúningstími jólanna, því að adventus þýðir tilkomu (Krists).
A jólaföstunni eru þess vegna valin guðspjöll, sem benda á tilkomu
Krists, fyrst innreið hans í Jerúsalem, annað um hans síðari tilkomu
til dómsins. Þá eru tveir sunnudagar, þar sem guðspjöllin eru valin
um fyrirrennara Krists, Jóhannes skírara, og er þar með táknað
sambandið við Krists fæðingu.
Miklar umræður hafa verið um það, hvenær fæðingardagur Krists
sé rétt settur, og var það fyrst á síðari hluta 4. aldar (um 370), að
það var almennt ákveðið að setja hann á 25. desember. Á Norður-
löndunum vildi það svo heppilega til, að menn héldu eina stærstu
hácíð um sama leyti, þegar sólin fór fyrst að koma í ljós á ný og dag-
ana tók að lengja, og kölluðu þessa hátíð jól. Þegar jólin voru orðin
að kristinni hátíð, þá varð áttundi dagurinn eftir einnig hátíð, og
svo er eftir hverja meiri háttar hátíð í katólsku kirkjunni, að hver
hefir sinn áttadag eða octava (áttund), sem heyrir hátíðinni til, og
er einn af þeim dögum, sem mest er tignaður. Þessi siður er upp-
haflega frá Gyðingum kominn, því að stærstu hátíðir þeirra, þrjár
á ári, stóðu átta daga. Þá voru samfelldar helgar milli jóla og átta-
dags eða nýárs, og þegar svo stóð á, sem var þegar jóladaginn bar upp
á mánudag, þá voru brandajól svokölluð, því að allir dagar vikunn-
ar voru helgir dagar. Eftir siðaskiptin var jólahelgin stytt, og voru
fyrst fjórir helgidagar, en nú eru þeir orðnir tveir. Þegar Jón meist-
ari Vídalín var biskup, voru þrír haldnir. Á brandajólum voru þá 4
samfelldir helgidagar á sjálfum jólunum, 2 á nýárinu og 2 á þrett-
ánda.