Húnavaka - 01.05.1970, Page 82
80
HÚNAVAKA
V.
Nýársdagnr, 1. janúar. Upphaflega var nýársdagurinn ekki krist-
inn hátíðisdagur, heldur einungis svo sem áttund eða áttundarhelgi
(octava) jóladagsins. Rómverjar héldu fyrsta dag ársins með mikilli
viðhöfn og kenndu þann dag við Janus, goð sitt. Friður, gleði og
vinsemd var þá fremst í sæti hjá öllum. Húsin voru uppljómuð, borð
sett fram og beini búinn. En stundum kom það fyrir, að gleðilætin
gengu úr hófi. Þegar kristnin komst á, bönnuðu prestarnir þessa
heiðnu ósiði og lögðu ríkt á, að þeim væri útrýmt, en það gekk harla
tregt.
Á 6. öld var fyrst farið að halda nýársdaginn helgan sem kristna
hátíð í minningu umskurnar Krists, en sú elzta prédikun á nýársdag,
sem til er, er eftir Beda prest, ekki langt frá árinu 700. Byrjun ársins
hefir ekki heldur alls staðar eða á öllum tímum, verið haldin þennan
dag, eftir því sem tímatalið hefir verið margbreytilegt. Rómverjar
töldu frá byggingu Rómaborgar („ab urba condita“) og höfðu nýár
sitt um vorið. Grikkir töldu eftir kappleikjum þeim, sem haldnir
voru við Olympíufjall, og byrjuðu ár sitt með sumarsólstöðum. Gyð-
ingar, Kaldear og Sýrlendingar héldu nýár á ihaustin.
í páfabréfum frá 12. og 13. öld, er talið eftir hinu svonefnda
flórentínska tímatali, þá byrjar árið 25. marz.
Stundum er talið með ýmsu öðru móti. Eftir hinu forna íslenzka
tímatali er upphaf ársins um miðsumar, þegar byrjar heyanna-mán-
uður. Það sannast af því, að næsti mánuður heitir tvímánuður, þ. e.
annar mánuður árs, og byrjar nókkru fyrir höfuðdag. Á katólsku
öldunum á íslandi fóru menn að telja byrjun ársins frá jólunum,
og töldust hafa svo eða svo margar jólanætur, sem þeir höfðu lifað,
eða voru margra ára gamlir, talið eftir jólunum. Á 16. öld var það
enn almennt t. a. m. í Danmörku, að siðaskiptin eru talin frá jóla-
degi.
Januaríus, fyrsti mánuður ársins, er í almanaki Guðbrandar bisk-
ups 1571 kallaður miðsvetrarmánud'ur. í þeim mánuði byrjar þorri,
eftir 'hinu íslenzka mánaðatali, og er þýðing þessa heitis dregin af
(at) þverra, þorrinn, því að þá fara að þverra birgðir manna. Sumir
draga það af því, að í þeim mánuði má búast við harðasta kafla
vetrarins.
2. janúar. Abel. Hann var næst elzti sonur Adams og Evu. Abel
og Kain, bróðir hans, færðu Guði fórn, og var fórn Abels velþókn-