Húnavaka - 01.05.1970, Síða 83
HÚNAVAKA
81
anlegri, þar sem hún var færð í trausti og bæn til Guðs, en því var
ek'ki til að dreifa með fórn Kains. Kain reiddist og drap Abel, þann-
ig verður Abel fyrsti maðurinn, sem líflátinn er, en jafnframt fyrsti
píslarvotturinn.
3. janúar. Enok. Hann var sonur Jareeds. „Og er Enok var 65 ára
gat hann Metúsala. Og eftir að Enok gat Metúsala, gekk hann með
Guði þrjú hundruð ár og gat sonu og dætur. Og allir dagar Enoks
voru þrjú hundruð sextíu og fimm ár.“ (I. Mósebók 5, 21—23). í
Júdasarbréfinu er Enok sagður „sjöundi maður frá Adarn," til að-
greiningar frá syni Kains, sem einnig hét Enok.
4. janúar. Metúsalem fMetusala). Það er ofur eðlilegt, að sonur-
inn sé tekinn næstur áeftir föður sínum. „Og er Metúsala var hundr-
að áttatíu og sjö ára, gat hann Lamek. Og Metúsala lifði, eftir að
hann gat Lamek, sjöhundruð áttatíu og tvö ár og gat sonu og dætur.
Og allir dagar Metúsala voru níu hundruð sextíu og níu ár, þá
andaðist hann.“ (I. Mósebók 5, 25—27).
5. janúar. Símon munkur. Hér mun vera átt við Símon „súlu-
mann“, hinn fræga einbúa frá norðunhluta Sýrlands. Hann var
fæddur um það bil 390, en dáinn 459. Ungur gætti hann hjarðar
föður síns. Þegar hann var 13 ára, varð hann hrifinn af kristindóm-
inum. Litlu síðar gekk hann í klaustur og lagði á sig þungan mein-
lætalifnað. Með því vakti hann óánægju og vanþóknun munkanna,
yfirgaf klaustrið og lifði svo allmörg ár einbúi. En svo lét hann gera
háa súlu með palli efst. Upp á þessa súlu fór hann svo. Á súlupall-
inum 'hófst svo hin sérkennilega seta hans, sem hann hlaut viður-
nefnið af, og var kallaður „súlumaður". Þarna segja sumir, að hann
hafi hafzt við í 30 ár, en aðrir telja sér leyfilegt að fullyrða, að setan
hafi varað yfir 40 ár.
Orðrómurinn um Símon súlumann barst víða og bráðlega fór að
bera á því, að hann væri talinn helgur maður. Pílagrímar streymdu
til staðarins, bæði meðan Símon var á súlunni, og eins eftir dauða
hans.
6. janúar. Þrettándinn. 13. dagur jóla. í katólskum sið var hann
kallaður Epiphania, þ. e. opinberunarfiátíð, því að á þeim degi var
talið, að Kristur hefði opinberazt með fjórföldum hætti hér á jörðu.
Til minningar um það var forn siður að skíra börn á þessum degi.
Af því að fæðingarstjarna Krists var þá runnin upp fyrir heið-
ingjum, var það siður, að unglingar gengu um og báru stjörnu og
6