Húnavaka - 01.05.1970, Side 84
82
HÚNAVAKA
léku eins konar íhelgileiki, sem lutu að því, hvernig vitringarnir
komu til Jerúsalem og tilbáðu hinn nýfædda Jesúm og færðu honum
gjafir. Þetta var oft sýnt í katólskum sið, og kirkjurnar voru þá allar
ljósum prýddar. Þess vegna var þrettándinn líka kallaður ljósahátíð.
Um vitringana er mikið talað í helgra manna sögnum katólskra
manna. í kvæði Jóns biskups Arasonar, Ljómum, eru þeir nefndir
Kaspar, Melkíor og Balthasar.
Þrettándinn var lengi haldinn sem mikill hátíðisdagur. Hann var
afnuminn 1770.
Þó að hann þannig hafi verið numinn úr gildi sem hátíðisdagur
fyrir réttum tveimur öldum, er samt mikíð um að vera hér á landi
þann dag, en j>ó einkum um kvöldið. Eru þá víða miklar brennur,
flugeldum skotið og álfadans.
4. febrúar. Veronica. Þessi kona var Gyðingur og bjó í Jerúsalem.
Sagt er, að hún hafi verið sú kona, sem hafði verið blóðfallssjúk
12 ár, en varð heil, þegar hún snart klæðafald Krists.
Þegar Kristur gekk undir krossinum, varð Veronica á vegi hans og
þerraði svitann af andliti hans með klút eða dúk. í klútnum varð
síðan eftir andlitsmynd af Kristi og urðu mörg jarteikn, ef sá klútur
var borinn yfir menn eða skepnur. Til er kvæði, sem kallað er
Veronicukvæði. Þar segir, að Veronica hafi dáið um sama leyti og
Titus Vespanius vann Jerúsalem og eyddi hana, en það var árið 70.
Til er mynd, sem kölluð hefir verið Svitadúkur Veronicu. Það
er mynd að þyrnum krýndu höfði Krists, og snýr andlitið fram. Þeg-
ar snöggt er litið á myndina, sýnis- kristur vera með lokuð augun,
en sé starað um stund á myndina, er sem augu hans opnist og horfi
á mann með djúpum kærleika.
5. febrúar. Agötumessa. Hún er kennd við hina heilögu Agötu
frá Sikiley. Hún leið píslarvættisdauða í Cataníu á Sikiley (rétt hjá
eldfjallinu Etnu). Telja fræðimenn, að hún hafi liðið dauðann 5.
febrúar 251.
íbúar Cataníu og Palermó telja hvorir um sig, að þar hafi Agata
fæðzt. Þjóðsagan segir, að iheilög Agata hafi staðizt öll hjónabands-
tilboð. Hafi hún látið líf sitt í fangelsi, eftir að bæði brjóstin höfðu
verið skorin af henni. Vegna þessa var hún sérstaklega ákölluð af
þeim konum, sem voru veikar í brjóstunum.