Húnavaka - 01.05.1970, Síða 85
HÚN AVAK A
83
6. febrúar. Amandus. Hann hóf kristniboð í sveitinni umhverfis
Gand í Sviss, nálægt árinu 626. En svo sneri hann sér að því að
prédika yfir hinum slavnesku ættflokkum í Kárnthon og Tirol. En
þar gekk starfið ekki eins vel og hann hafði vonað. Þess vegna sneri
hann aftur til Gand. Honum heppnaðist að snúa m. a. til kristni
auðmanni að nafni Allowin f'Eavo). Fyrir peninga frá honum byggði
Amandus mörg klaustur, þar á meðal St. Bavo í Gand. Öll þessi
klaustur tilheyrðu Benediktsreglunni. 647—649 var Amandus biskup
í Maastricht. En kristniboðsáhugi hans rak hann aftur til að snúa sér
að því starfi meðal Frísanna við Seheldefljótið, en síðar meðal Bask-
anna á Spáni.
Að síðustu sneri hann aftur heim til Elnoklaustursins við Tour-
nay, en það klaustur hafði hann sjálfur stofnað, og var það síðar
kennt við hann og kallað St. Amand. Þar lézt hann 6. febrúar 661.
Gröf hans varð einn þeirra staða, sem pílagrímar heimsóttu fjöl-
margir.
21. marz. Benediktsmessa. Hún var haldin til minningar um Bene-
dikt ábóta frá Monte-Cassino, sem var höfundur hinnar elztu munka-
reglu á Vesturlöndum, sem bar nafn hans. Þessi munkaregla varð
einhver hin frægasta, einkum fyrir lærdómsiðnir og bókfræði munk-
anna af þeirri reglu. Þeir voru kallaðir svartmunkar, af því að þeir
klæddust svörtum regluklæðum.
Hér á landi voru stofnsett munkaklaustur af þessari reglu, en þau
voru: á Þingeyrum 1120, á Þverá í Eyjafirði (Munkaþverá) 1155.
Auk þess voru nunnuklaustur af sömu reglu í Kirkjubæ á Síðu,
stofnað 1186, og Stað í Reyninesi (Reynistaðaklaustur) í Skagafirði,
sem sofnað var 1296.
Benedikt var af greifaættum og fæddur í Núrsía á Ítalíu 480.
Hann var 14 ára, þegar hann dró sig út úr skarkala veraldarinnar og
tók sér bústað í helli, nokkrum mílum frá Rómaborg. Var snemma
sagt um hann, að hann hefði „öðlingshjarta", og að hann hefði á
ungum aldri lært að líta á heiminn „eins og visið blóm“. í hellinum
dvaldi hann um þriggja ára skeið og barðist við þær freistingar, sem
hann taldi ásækja sig. Þegar freistingarnar komu yfir hann, átti hann
það til að kasta sér nöktum meðal þyrna og þistla, til þess að líkam-
legu kvalirnar skyldu kæfa andlegu langanirnar. Munkar nokkrir