Húnavaka - 01.05.1970, Síða 87
HÚNAVAKA
85
skrifað sðgu Marteins frá Tours. Frjálslyndi Sulpiciusar hefir verið
talið meira en venjulegt var á þessum tíma, sem hann ritaði.
21. apríl. Florentius. Hann mun vera Florentius Radewijnsson.
Hann var fæddur um 1350 í hollenzka bænum Leerdam. Hann fór
til náms í Pragog varð þar magister. Síðan fékk hann starf í Utrecht.
Svo gerðist það á árinu 1380, að hann heyrði prédikun hjá Gerrit
de Groote, sem hreif hann. Hann sagði því lausri stöðu sinni og
fylgdist með de Groote til Deventer, þar sem hann fékk starf við
St. Lebuinskirkjuna, en átti ennfremur að hafa eftirlit með hinum
yngri prestum, sem afskrifuðu bækur fyrir Groote. Þar tók hann
þá ákvörðun að safna saman þessum ungu mönnum til sameiginlegs
lífs („vita communis"). Groote samþykkti bráðlega þessa ákvörðun
og ekki leið á löngu, unz upp reis hið fyrsta „Bræðrajhús“ í Deventer.
Fljótlega risu upp fleiri slík samlbýliShús. Skömmu fyrir andlát sitt
(1384) fól Groote Florentiusi umsjá alls starfsins.
Florentius lézt 1400.
2. maí. Athanasius. Kallaður „hinn mikli“, „faðir rétt-trúnaðar-
ins“, erkibiskup í Alexandríu, fæddur um 293. Um æsku hans er
lítið vitað með vissu. En snemma fer hann að tileinka sér sem fyrir-
myndir meinlætamennina. Eftir ofsóknir Diokletians kom það í ljós,
að það var engu líkara en kristnir menn hefðu vaknað af móki hinn-
ar veraldlegu hyggju. Nú fóru að þoka þau heimspekilegu áhrif og
vangaveltur, sem margir prédikarar höfðu verið orðnir sjúkir af.
Samtímis Athanasiusi lifði í Alexandríu prestur, Aríus að nafni.
Hann var lærður vel, gáfaður og siðgóður maður. En hann hafði
frábrigðilegar skoðanir á eðli og uppruna Krists. Hann hélt því
fram, að Kristur væri ekki sannur Guð, jafn föðurnum. Margir
fylgdu Aríusi í þessu máli, en Athanasius stóð öndverður gegn
þeim. Út af þessu urðu hinar illvígustu deilur innan kirkjunnar.
Til þess að binda endi á þær og koma á varanlegum friði, kallaði
Konstantinus keisari saman kirkjuþing í Nikeu í Litlu-Asíu 325.
Athanasius fylgdi Alexandros biskupi sínum til þingsins. Hefir hann
tvímælalaust verið mesti áhrifamaðurinn á þinginu. Hann fékk keis-
arann og mestallan þingheim á sitt mál. Þarna var samþykkt trúar-
játning fyrir kirkjuna, þar sem komizt var svo að orði um Krist, að
„hann væri fæddur af föðurnum frá eilífð, Guð af Guði, ljós af