Húnavaka - 01.05.1970, Síða 88
86
HÚNAVAKA
ljósi, sannur Guð af sönnum Guði, getinn, en ekki skapaður.“ Þing-
ið stóð í tvo mánuði og sóttu það um 300 biskupar, ásamt fylgdar-
liði sínu. Báru margir þeirra menjar pyndinga og ofsókna.
Þegar Alexandros biskup dó, varð Athanasius eftirmaður hans og
var vígður 8. júní 326.
Voru keisararnir ýmist með Athanasiusi eða Aríusi, og varð
Athanasius að fara í útlegð 5 sinnum af þeim sökum. Lifði hann
samtals 20 ár í útlegð. En bæði í blíðu og stríðu hélt hann fast við
skoðun sína og trú á f ullkominn guðdóm Krists, og vék hvergi fyrir
Aríusarsinnum.
Atlianasius lézt í Alexandríu 373.
3. mai. Krossmessa d vori. Hún er haldin til minningar um það,
að þá hafi kross Krists fundizt. Það er til forn saga um það, að
Helena, móðir Konstantíns mikla Rómverjakeisara, hafi fundið
krosstré Krists á Golgata árið 325 og þekkt það á yfirskriftinni, sem
getið er um í píningarsögunni. Hafi Helena drottning svo látið
byggja fagra kirkju á þeim sama stað.
Um fund krossins er bæði til kvæði ((Krossdrápa Halls prests) og
saga á skinnbók í Árnasafni.
Krossmessa var mikill helgidagur til forna. Frá þeirri tíð skyldi
fénaður fara að ganga sér til fóðurs úti. Þá var hjúaskildagi að
fornu, meðan í gildi var gamli stíll, en síðan var hjúaskildagi færður
til 15. maí, en er nú 14. maí.
4. maí. Florianus. Floran er verndardýrlingur í Austurríki. Var
hann ákallaður gegn hættum af eldi og vatni. Hann leið píslar-
vættisdauða 304. Hann er ekki nefndur fyrr en á 8. öld.
2. júni. Marcellinus ogPetrus. Marcellinus var rómverskur biskup
frá 296-304.
Petrus de Dacia. Hann var einn af fremstu trúarlegum ritíhöfund-
um sænskum á miðöldum. Hann var fæddur á Gotlandi um 1230.
Þegar hann enn var á bernskuskeiði, fölnaði heimurinn og fýsnir
hans fyrir augum hins hreinlynda, trúaða drengs. Á ungum aldri
knúði þetta frómlyndi hans hann til þess að ganga inn í friðsældina
innan klaustursmúranna.
Að loknum reynslutíma sínum í klaustrinu, hafði trú hans vakið
sérstaka athygli forráðamannanna. Hann var sendur til borgarinnar
Köln til frekara náms 1266, þar sem hann hefir e. t. v. verið nem-