Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 89
HÚNAVAKA
87
andi Alberts hins mikla dóminikanans fræga, sem um þetta leyti
var einmitt í Köln.
Á dvalarárum sínum í Köln kynntist Petrus stúlku þeirri, sem
með lífsreynslu sinni og flekklausu líferni, hreif hann svo innilega,
að segja má með réttu, að eftir það hafi líf hans verið lofsöngur eða
lofgerð henni til heiðurs. Það fór líkt fyrir honum og Dante, sem
vegna kynna sinna við Beatrice lærði að skilja dýpt trúarinnar.
Þannig barst inn í líf hans þekkingin á leyndardómum guðsástar-
innar og lífi hinna helgu.
Hver var hún svo, þessi stúlka, sem hafði slí'k áhrif á Petrus? Hún
var bóndadóttir, Ghristina frá Stommeln (Stambeln), sem er þorp
skammt utan við Köln. Hún var þeim mun yngri en hann, að hún
mun hafa verið fædd um 1242. Þegar á 11. árinu hafði hún séð sýn-
ir, sem hún sagði, að væru himneskar. Hún var svo um all-langt
skeið hjá hinum svonefndu Beginernunnum í Köln. (Það var regla,
sem stofnuð var af hollenzkum presti, Lambert de Begue. Konur
í þessari reglu voru frægar fyrir sýnir sínar). Á dvalartíma hennar
í Köln juku hinar ströngu yfirbótaálögur svo spennu tauganna, að
hún varð líkamlegum þjáningum og missýnum að bráð á háu stigi.
T. d. birtist henni Satan í líki heilags Bartolomeusar og freistaði
hennar lengi til að fremja sjálfsmorð. Henni virtist matur sá og
drykkur, sem henni var færður, morandi af ormum og skriðkvik-
indum. Á líkamann fékk hún blæðandi sár. Við allt þetta bættist
svo bitur trúarefi. Hún var send til prests nokkurs í Stommeln, en
þar hélt áfram hin skelfilega vanlíðan hennar. Þar kom loks, að
hún virtist ekki geta gert greinarmun á veruleikanum og sýnunum.
Það var af hendingu að Petrus sá hana um jólaleytið 1267. Hann
varð þegar í stað gagntekinn af samúð með henni vegna þjáninga
hennar og sálarbaráttu. Alla nóttina vakti hann við hvílu hennar.
Hin saklausa barnstrú, sem var svo að segja lífsþráður beggja, tengdi
hjörtu þeirra óslítandi böndum. Eins oft og Petrus fékk því við
komið, heimsótti hann hana og sat hjá henni. Oft hafði hann einn
eða fleiri vini sína með sér í þessar heimsóknir, þar sem svo var
mikið rætt um trúarleg efni. Hin fróma lotning fyrir þjáningum
Christinu og dulin ást til hinnar ungu, þjáðu stúlku varð undir-
staðan að eflingu og þroska hinnar djúpu, leyndardómsfullu trúar-
fullnægju, sem fór að einkenna sérhvern í hópi heimsækjendanna.
Á árinu 1269 var Petrus sendur til Parísar. Eftir stutta dvöl þar