Húnavaka - 01.05.1970, Síða 93
HÚNAVAKA
91
Ekki þarf að efa, að þar sést árangur þeirrar baráttu, er svo ótrautt
hafði verið háð fyrir auknu sjálfstæði og almenningsheill. Og á átt-
unda tug aldarinnar fer sterk hugsjónaalda um þjóðina.
Fram á sjónarsviðið koma menn, sem boða fagnaðarerindi þekk-
ingar og víðsýni. Þeir hvetja til baráttu fyrir umbótum á öllum
sviðum þjóðlífsins, — og þó virðist eins og þá sé ríkust sannfæring
og ákafinn mestur í röddinni, þegar hvatt er til þess, að ljós sé borið
í myrkur fáfræðinnar. Þeir trúa því ekki, þessir menn, að þekking og
lærdómur sé öllum almenningi óþörf, — jafnvel óæskileg.
Þeir gerast svo djarfir að segja, að spakmælið gamla, að „bók-
vifcið verði ekki í askana látið“ sé ekki algild speki. Því er haldið
fram, að bezta stoðin undir því sjálfstæði, sem svo lengi hafði verið
barizt fyrir, sé þekking — menntun.
Og þó mun þröngsýninni, — sem töluverð ítök átti í þjóðinni um
þessar mundir, og sem raunar verður furðu gott til fylgis á öllum
tímum, hafa fundizt þá fyrst skörin færast upp í bekkinn, þegar því
var haldið fram í fyllstu alvöru, að konur skyldu hafa jafnan rétt og
möguleika til náms og karlar.
Það skyldi heyra fortíðinni til, að telpur sætu við tóvinnu og
matargerð, meðan bræður þeirra námu undirstöðuatriði almennrar
þekkingar.
Það skyldi ekki lengur látið duga ungu stúlkunni sem lífsvega-
nesti, að hún kunni að „koma ull í fat og mjólk í mat“.
Því Grettistaki skyldi lyft að opna alþýðu manna, konum jafnt sem
körlum, leið til menntunar — og það var gert.
Á þessum áratug, og hinurn næsta, rís upp furðulegur fjöldi skóla
um land allt. Því aðdáanlegri verður þessi menntaalda, þegar á það
er litið, að hún vaknar á því nær logndauðu lágsævi almennrar fá-
fræði og sárustu fátæktar. Til gamans, og fróðleiks einnig, vil ég
nefna hér nokkrar þeirra menntastofnana, sem til urðu á þessum
tveim áratugum:
1870 Bamaskóli á Akureyri.
1872 Barna- og unglingaskóli í Garði og Gerðum.
1874 Kvennaskólinn í Reykjavík. Barnaskóli á ísafirði.
1876 Læknaskóli íslands.
1877 Alþýðuskólinn í Flensborg. Kvennaskólinn á Laugalandi,
Eyjafjarðarsýslu. Kvennaskóli Skagfirðinga í Ási, Hegranesi.