Húnavaka - 01.05.1970, Síða 94
92
HÚNAVAKA
1879 Kvennaskólinn á Blönduósi. Hét þá Kvennaskóli Húnvetn-
inga.
1880 Möðruvallaskóli tekur til starfa, stofnaður 1877. Bændaskóli
Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal.
1882 Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal.
1883 Bændaskóli stofnaður á Eiðum.
1889 Bændaskólinn á Hvanneyri.
Líka má nefna, að árið 1890 eru stofnuð sextán lestrarfélög í land-
inu, og er það e. t. v. ekki ómerkasti votturinn um, hversu gjörtæk
sú hreyfing var, sem umbóta- og hugsjónamenn þessara tíma hrintu
af stað og héldu við.
Sumir þessara skóla, sem að framan eru taldir, hættu störfum eftir
skemmri tíma eða lengri, aðrir þjóna nú öðrum tilgangi en þá.
En hver senr saga þeirra eða örlög hafa orðið, þá er alveg víst, að
stofnun þeirra flestra kostaði harðari baráttu en auðvelt er að gera
sér grein fyrir í dag.
Þannig var það um Kvennaskóla Húnvetninga, er svo hét þá. Höf-
undur að hugmyndinni að stofnun hans var Björn Sigfússon, bóndi
á Kornsá í Vatnsdal, síðar alþingismaður.
Jafnframt var hann ötulastur og harðsnúnastur þeirra, er fyrir
málinu börðust. í all ítarlegri ritgerð um „Kvennaskólann í Húna-
vatnssýslu“, er Björn hefir skrifað, segir hann um fyrstu undirtekt-
ir hér í Húnaþingi:
„Þegar ég kom lieim aftur, þjóðhátíðarárið 1874 (eftir dvöl í
Kaupmannahöfn. —S. Þ.), var það orðið fast í huga mér, að komið
yrði á fót kvennaskóla í Húnavatnssýslu. Næsti vetur og næstu ár,
gengu til þess að leita máli þessu stuðnings. Undirtektir urðu mis-
jafnar og yfirleitt daufar. Allvíða kenndi andróðurs, og ýmsir gerðu
gys að hugmyndinni. Þó urðu fljótt nokkrar heiðarlegar undantekn-
ingar“.
Með fulltingi þessara heiðarlegu undantekninga, tekst Birni svo
að þoka málum það áleiðis, að vorið 1879 er auglýst, að kvennaskóli
verði haldinn að Undirfelli í Vatnsdal á vetri komanda.
Var þá álitið, að nægjanlegt fé væri fyrir hendi til að tryggja rekst-
ur skólans þennan fyrsta vetur, en sjóðurinn, sem nam samtals kr.
900,00, ef loforð um framlög voru talin með, var til orðinn af frjáls-