Húnavaka - 01.05.1970, Síða 95
HÚNAVAKA
93
um samskotum, ágóða af hlutaveltum og framlögum hreppa. Um
heimtur á þessu fé segir Magnús rithöfundur Björnsson í riti, út-
gefnu er skólinn varð sextugur: „Galst sumt fljótt og greiðlega,
þegar eftir var kallað, sumt seint og smámsaman, en sumt fékkst
aldrei.“
Samkvæmt auglýsingunni skyldi hver nemandi leggja með sér 66
aura á dag fyrir fæði, einnig ritföng og annað það, er til kennslunnar
þurfti. Kennaralaun og húsaleiga skyldi greiðast úr skólasjóði.
Tilhögun náms var þannig, að vetrinum var skipt í þrjú tímabil,
átta vikur hvort, og skyldu fimm stúlkur hljóta kennslu hvert tíma-
bil .og fimmtán fara þannig gegnum skólann á vetri. Var hann full-
skipaður þetta fyrsta starfstímabil, og fór allt vel fram.
Heimildir eru til um jjað, að allt að helmingur þeirra stúlkna, er
í skólann komu fyrstu árin, voru ekki skrifandi og sumar naumast
læsar heldur, svo að ekki er vandséð, að fræðslu var þörf. Einnig
munu bæði kennarar og nemendur hafa orðið að nota tímann vel, til
þess að umtalsverður árangur næðist.
Fátækt var líka almenn og sár. Dæmi er til um það, að stúlka
í skólanum á tvær saumnálar til í eigu sinni, og var hún síhrædd um
að týna þeim eða brjóta, Jdví að þá hafði hún ekki efni á að kaupa
nýjar.
Hin næstu árin vex skólanum stöðugt álit, og formælendur hans
gerast fleiri. Veitti enda ekki af, því að þótt margir örðugir hjallar
væru að baki, voru þó stöðugir nýir framundan.
Einna erfiðast reyndist húsnæðisvandamálið viðfangs. Húsakynni
voru óvíða það rúmgóð, að hægt væri að hýsa skólann, til viðbótar
venjulegu heimilishaldi, og ógemingur eftir að aðsókn tók að aukast.
Fyrstu fjögur árin er hann til húsa á þremur stórbýlum. Fyrsta
árið á Undirfelli, næstu tvö á Lækjamóti og hið fjórða á Hofi f
Vatnsdal.
Árið 1883 flytur skólinn að Ytri F.y í Vindhælishreppi, en jörðin
hafði þá verið keypt sem skólasetur. Þar starfar hann svo næstu
sautján árin við vaxandi gengi.
Skoðanir höfðu frá upphafi verið nokkuð skiptar meðal ráða-
manna í héraðinu um valið á skólasetrinu. Þótti sumum staðurinn
ekki hentugur og vildu breyta til. Niðurstaðan verður sú, að haustið