Húnavaka - 01.05.1970, Side 96
94
HÚNAVAKA
1901 flytur skólinn að Blönduósi í nýbyggt skólahús. Var það úr
timbri á múruðum steinkjallara og rúmaði um fjörutíu nemendur
í heimavist, — en rúmlega fimmtíu mun hafa verið þjappað þar
saman þegar flest var. Bygging þessi var að öllu hin vandaðasta, og
talin þjóna sínum tilgangi með prýði.
Á miðjum vetri árið 1911 brennur liið ágæta skólahús, og var sára-
litlu bjargað af kennslutækjum og innbúi. í eldsvoðanum misstu
líka bæði kennarar og nemendur mikið af dóti sínu, og mesta mildi
var talin, að mannbjörg skyldi verða.
Þetta var hið mesta reiðarslag, og manni gæti virzt, að sá kostur
einn væri tækur að hætta starfrækslu, a. m. k. yfirstandandi skólaárs.
En nú kom í ljós, eins og raunar jafnan, bæði áður og síðan, þegar
tvísýni hefir verið um framtíð skólans, hvers virði héraðsbúar töldu
sér Jiessa menntastofnun. Kennurum var ekki sagt upp og nemend-
um var ekki vísað heim.
Skólaráð tók á leigu, í umboði sýslunefndar, húsnæði á a. m. k.
sex stöðum á Blönduósi, og gekk þannig frá málum, að kennsla gat
haldið áfram skólaárið út.
Síðan ákveða sýslunefnd og skólaráð, að þegar á sama ári skuli
ráðist í að reisa nýtt húsnæði fyrir skólann og skyldi það vera úr
steinsteypu.
Meðan húsið er í byggingu, skólaárið 1911—12, var tekið á leigu
svokallað Möllershús á Blönduósi, og starfaði skólinn þar þetta
ár, með sautján nemendum. — Skólahúsið nýja stóð svo búið til
kennslu haustið 1912, og bar það, hvað stærð og allan frágang snerti,
vott um, að Húnvetningar töldu skólanum það bezta ekki of gott,
enda er þetta hús ennþá, að stofni til, aðalhúsnæði skólans.
Þar fer enn fram verulegur hluti skólastarfsins, og þar eru ennþá
heimavistir nemenda.
Að sjálfsögðu hefir J^essu húsi oft verið breytt til samræmís við
kröfur tímans. Einnig hefir skólanum bætzt mikill húsakostur og
góður, hin síðari árin. Skal hér, í stórum dráttum, gerð grein fyrir
helztu áföngum í húsnæðismálunum, frá því er þetta myndarlega hús
kom til sögu.
Árið 1946 og 47 er í byggingu leikfimisliús við bamaskólann á
Blönduósi, sem Kvennaskólinn er aðili að.