Húnavaka - 01.05.1970, Síða 98
96
HÚNAVAKA
lokið á s.l. ári, og þá var einnig lokið við að steypa upp veggi að
kennslustofu fyrir bókleg fræði, sem reist er ofan á viðbygginguna
vestan við skólann, og standa vonir til að stofan komi til nota á
næsta skólaári.
Af fyrirhuguðum framkvæmdum í þessum áfanga, er þá eftir að
byggja heimavistarhús nemenda, viðbyggingu austan við gamla hús-
ið og jafnframt því breytingar í kjallara þess, og svo að sjálfsögðu
lagfæring á lóð, þegar raski vegna bygginga er lokið.
Svo sem sjá má af framanrituðu, hefir miklu verið til kostað til
þess að aðstaða öll, bæði fyrir kennara og nemendur, verði hin ákjós-
anlegasta. Má segja, að vel hafi verið að staðið, og ber þar fyrst og
fremst að þakka sýslunefnd A.-Hún. fyrir velvilja og skilning á hag
og þörfum skólans.
Tvennt þarf til þess, að góður árangur náist: hæft fólk og starfs-
aðstöðu. Þetta hefir forráðamönnum skólans jafnan verið ljóst, og
þeim hefir tekizt, oft við erfiðar aðstæður og lítil efni, að hafa hann
samstiga líðandi stund, livað aðstöðu til starfa snertir. E. t. v. er þetta
orsök þess, að hann hefir undantekningarlítið haft á að skipa ágætu
starfsliði. Þar er svo aftur að finna ástæðuna til þess hversu mikils
trausts skólinn hefur ætíð notið og live eftirsóttur hann hefir jafnan
verið.
Frá upphafi hefir verið kostað kapps um að hafa kennslufyrir-
komulag og námsefni þannig, að nemendur hefðu sem mest gagn
af skólavistinni. Að sjálfsögðu hefir þetta hvortveggja verið nokkuð
breytilegt gegnum árin og of langt mál að rekja það nákvæmlega,
— en aðeins skal á það minnst.
Svo sem áður er getið, var í upphafi kennt í átta vikna námskeið-
um. Var bókleg fræðsla veruleg, en megináherzla þó lögð á verklega
kennslu, og þá miðað við verksvið húsmóðurinnar. Það hefir jafnan
verið einn veigamesti þátturinn í kennslunni, hvernig sem námi var
að öðru leyti háttað. Skólinn var fljótlega lengdur í átta mánuði, og
nokkru síðar var vetri bætt við, þannig að úr varð tveggja ára skóli.
Fór svo fram um nokkur ár, en þá var enn vetri bætt við, og varð þá
námsefni svipað og gerðist í gagnfræðaskólum, auk hinnar verklegu
kennslu.
Eftir að horfið var frá þessu formi og skólinn gerður aftur að eins
árs skóla, var um skeið starfrækt takmörkuð framhaldsdeild fyrir þá