Húnavaka - 01.05.1970, Síða 99
HÚNAVAKA
07
nemendur, sem óskuðu meiri fræðslu í vissum verklegum greinum
en hægt var að heyja sér á einum vetri. Fyrir nokkru eru þessi nám-
skeið aflögð og hefir síðan verið starfað samkvæmt námsskrá fyrir
húsmæðraskóla.
Áður en skólastarf varð allt skipulagt og unnið samkvæmt lögum
og reglugerðum, hefir forstöðukonu og skólaráði vafalaust oft verið
vandi á höndum að finna færustu og heppilegustu leiðir. En um
það verður ekki villzt, að vel hefir þar verið á haldið, svo ágætt orð,
sem af skólanum fór. Sem dæmi um hve allt þótti til fyrirmyndar
um starfsemi hans, má geta þess, að í tveimur tilfellum, þar sem
einstaklingar lögðu fram lönd og lausa aura til stofnunar kvenna-
skólum, fylgdi gjöfunum það skilyrði, að þeir yrðu að sem mestu
leyti sniðir eftir Blönduóssskólanum.
Hér að framan hefir verið hjá því sneitt að nefna nöfn þeirra
manna og kvenna, er við sögu skólans koma, enda er þar um svo
fjölmennan hóp að ræða, að þess væri enginn kostur rúmsins vegna
að fjalla um alla, sem verðugt væri. En skylt finnst mér vera að
nefna örfáa einstaklinga, er ótvírætt má telja, að hafi sett varanlegan
svip á stofnunina, með löngu, fórnfúsu og giftudrjúgu starfi.
Af forstöðukonum verða aðeins nefndar þrjár, og þá fyrst frú
Elín Briem frá Reynisstað. Hún mun sú kona, sem mestan þátt
átti í npphaflegri mótun skólans. Hún var talin frábær kennari og
stjórnsöm. Við skólann starfaði hún í 18 ár, þó ekki samfleytt.
Þá skal nefnd frú Hulda Á. Stefánsdóttir frá Þingeyrum. Sam-
tals er liún forstöðukona í tuttugu ár, eða lengur en nokkur kona
önnur til þessa. Af störfum lét hún fyrir aldurssakir 1967.
Sennilegt er, að frú Hulda verði talinn sá einstaklingur, er mestu
hefir valdið um þróun skólans þann tíma, er leiðir þeirra lágu sam-
:an, en hún var í skólaráði í níu ár, þar af tvö jafnhliða því að vera
forstöðukona. Þannig nær starf hennar yfir 27 ár.
Hún var frábær stjórnandi og kennari, vinsæl og virt af samstarfs-
fólki og nemendum, áhugasöm og metnaðargjörn fyrir hönd skól-
ans.
Þegar áætlun var gjörð um framkvæmdir við skólann 1963, voru,
með leyfi húsameistara ríkisins, ráðin sem arkitektar skólans, frú
Guðrún og Knútur Jeppesen, — dóttir hennar og tengdasonur. Sam-
7