Húnavaka - 01.05.1970, Síða 100
98
HÚNAVAKA
kvæmt þeirra skipulagi og teikningum hefir verið byggt hin síðari
árin.
Trésmiðjan Stígandi h.f., undir stjórn Kristjáns Gunnarssonar,
byggingameistara, hefir séð um alla húsagerð fyrir skólann frá 1952.
Síðast skal hér nefnd frú Sólveig Benediktsdóttir Sövik frá Húsa-
vík. Hún var forstöðukona í tíu ár, og kennari hefir hún verið frá
1947, og er yfirstandandi skólaár hið 37., er hún starfar við skólann.
í skólaráði hefir hún átt sæti frá 1951, eða í 19 ár. Ég hefi ekki getað
fundið, að nokkur annar, karl eða kona, hafi jafnlengi fyrir skólann
unnið, og jafnframt dreg ég í efa, að meiri gifta hafi þar fylgt ann-
arra starfi en hennar.
Fjórir menn eru það, sem mér finnst skylt að geta hér. Þeir hafa
allir fórnað skólanum drjúgum skerf af tíma sínum og kröftum og
eiga allir merk spor í sögu hans.
Fyrstan skal telja Björn Sigfússon á Kornsá, sem áður er á minnst.
Hann má kalla höfund Kvennaskólans á Blönduósi, og víst má telja,
að ekki hafi aðrir meira á sig lagt fyrir málefni hans.
Formaður skólaráðs (þá forstöðunefndar) var hann fyrstu fjögur
árin, og auk þess í skólastjórn fimm ár. Munu félagsmálaannir á
öðrum sviðum hafa valdið því, að bein þátttaka í stjóminni varð
ekki lengri, en náið mun hann hafa fylgzt með hverju fram vatt,
og lagt lið þegar með þurfti.
Árni Á. Þorkelsson á Geitaskarði var í skólaráðinu í 30 ár, þar af
formaður í 25 ár og er hann sá, er lengst hefir skipað það sæti. Hann
var formaður, er skólahúsið brann 1911. Mun þá hafa verið þungt
fyrir fæti að finna leið úr ógöngunum, en vel réðist úr sem jafnan,
og kom skólinn styrkari og starfhæfari úr eldrauninni en áður.
Við formennskunni af Árna tók Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka,
alþingismaður. Hann gegndi starfinu í 24 ár, og auk þess sjö ár án
formennsku í ráðinu, og vinnur þannig samtals fyrir skólann í 31 ár.
Hann var maður djarfur og ötull og sagður sérlega laginn að útvega
góða kennara að skólanum.
Er Þórarinn lézt, var Runólfur Björnsson, sonur Björns Sigfús-
sonar á Komsá, skipaður formaður. Þótti vel við eiga, að Runólfur
tæki við því merki, er faðir hans hafði fyrstur lyft.
Hann lagði mikla alúð við formannsstanfið, og var ötull baráttu-
maður fyrir hagsmunum skólans þau 18 ár, er honum entust kraftar
til að sinna þvl.