Húnavaka - 01.05.1970, Side 107
HÚNAVAKA
105
lega vígsla. Við fréttum, að dansleikur yrði haldinn á sunnudags-
kvöld. — Við áttum yndislegar stundir á Tanganum, héldum svo
heim síðla dags á sunnudag.
Ég sat við stýrið, Sigurjón við hlið mér. Bubbi lá í aftursætinu og
svaf. Hann liafði lagt fórn á altari Bakkusar í gær og bætt aðeins við
í dag. Það hafði verið urgur í honum, þar til liann solnaði. Ég skaut
augunum út fyrir veginn. En sú fegurð á sumarkvöldinu. Sólin
gyllti fjöllin. Allt var kyrrt og rótt í náttúrunni. Ég varð víst ögn
dreyminn. Ég hrökk upp við, að köld rödd Sigurjóns rauf kyrrðina:
Gættu að þér, drengur, við erum að koma að Svartagili. Keyrðu
liægt liérna niður á beygjuna.
Framundan blasti við kolsvört gjá, líkt og fjallið hefði verið skor-
ið í sundur af tröllahöndum.
Snarbrött brekkan og skörp beygja út á brúna gerði þetta uggvæn-
legt. Undir svörtum hamravegg höfðu forfeðurnir hengt sakamenn,
líklega jafnt seka og saklausa. Sagan og landið, hugsaði ég. Allt ein
órofa heild, sem fslendingurinn losnar aldrei við. Það liggur grafið
í minni hans hvar sem liann flækist og fer um heiminn. Ég þurrkaði
út þessi heilabrot og fór að masa létt við Sigurjón. Bíllinn tók beygj-
una mjúklega og óþvingað. Það var eins og kaldur gustur léki um
mig niðri í gilinu og sumarkvöldið virtist verða að svartnætti. Ekki
væri gaman að aka hér í skammdeginu, sagði ég. Uss, allt í lagi með
það, hreytti Sigurjón út úr sér. Hann var aldrei smeykur við neitt.
Sumum fannst hann dálítið hrjúfur.
Við nálguðumst óðum skemmtistaðinn, sem við höfðum séð deg-
inum áður. Við töluðum saman lágum rómi til að vekja ekki Bubba.
Ég vildi komast heim. Við látum Bubba sofa og keyrum fram hjá,
sagði ég. Það var þvaga af fólki og bílum við húsið. Ég sá ekki bílinn
fyrr en um seinan. Stór vörubíll kom á mikilli ferð beint á móti mér.
Ég horfði eins og dáleiddur á númerið, sem virtist stækka og skerast
inn í meðvitund mína. C. 151. Ég keyrði snöggt út á kantinn til að
forðast árekstur, en við það vaknaði Bubbi. Báðir bílarnir höfðu
numið staðar. Bubbi rauk út. Hann þaut að bílnum, reif opna hurð-
ina og kallaði hastur: Ætluðu þið að mala okkur eða hvað? Menn-
irnir tveir, sem í bílnum voru reyndu að sefa hann.
Það var illmögulegt að sansa Bubba, nú vildi hann slást.
Við Sigurjón komum nú að bílnum og heyrðum annan manninn
segja: Við komum hingað til að selja bílinn og viljum skipta á honum