Húnavaka - 01.05.1970, Side 108
106
HÚNAVAKA
og einhverri snattkerru. Bubbi varð allur að eyrum. Við kaupum
hann strákar og ökum fyrir kaupmanninn. Hann hefur oft beðið
mig að aka á Tangann. Enginn virtist geta komið vitinu fyrir Bubba.
Hann liékk á mönnunum og lét þá lofa sér bílnum. Svo gerum við
út um þetta um helgina, sagði liann.
Þegar næsta helgi var komin, sátum við Sigurjón eftir með sárt
ennið. Höfðum orðið að láta bílinn í skiptum fyrir C. 151. Bubbi
var byrjaður að keyra á Tangann. Við ætluðum að skipta mánaðar-
lega, en eignast síðar tvo í viðbót. Við ætluðum að verða ríkir og lifa
kóngalífi.
Bubbi ók af kappi og nú var korninn ágúst. Seint um kvöld kom
Bubbi til mín. Hann var fölur og gugginn. Hefur þú haft vinnu
núna, spurði hann. Ég var svo heppinn að fá reiting, ég lýt að litlu.
Seztu, Bubbi, þú ert þreyttur. Nei, það er verra en það. Líklega taug-
arnar, eða mér fellur ekki bílinn. Hann bilar þó ekki og skilar sér
heim greyið. Ég vil ekkert tala um þetta meira. Sigurjón ætti að taka
við, hann er aldrei smeykur við neitt. Ég starði á Bubba. Hann tók
upp flösku og teygaði úr henni. Segðu engum neitt, við skulum vera
kátir. Bráðum seljum við bílgarminn og förum allir héðan. Hann fór
skömmu síðar.
Morguninn eftir fór hann á Tangann. Hefði mig grunað, að ég
sæi hann í síðasta sinn þetta kvöld, hefði ég pínt hann til að segja
mér allt af létta. Þeir fundu hann nóttina eftir í Svartagili.
Það var líkt og hann hefði verið að víkja fyrir bíl og bíllinn runnið
út af upp að hamraveggnum. Öllum til undrunar og skelfingar, var
Bubbi skorðaður undir bílnum, sem hallazt hafði mjúklega upp að
hamraveggnum, óskemmdur að kalla. Allir, nema ég, voru undrandi.
Bubbi hafði farið með skýringuna með sér yfir landamærin.
Sigurjón lét draga bílinn upp og eftir jarðarförina byrjaði hann
áætlunarferðirnar. Hann var aðeins hörkulegri á svipinn, annars sá
enginn, að honum væri brugðið.
Ég hafði fengið' það, sem við kölluðum fokk. Smá verkefni, þar og
hér.
Það leið að jólum. Sigurjón vann eins og óður maður. Við höfð-
um skrapað saman hlutinn hans Bubba og afhent foreldrum hans
hann. Ég átti að taka við bílnum eftir jól. Sigurjón fór eina ferð milli
hátíða. Hann kom seint heim og beint til mín. Hann var öskugrár í
andliti og sagði hægt: Ég er að hætta. Fer eftir áramót héðan. Ég hálf