Húnavaka - 01.05.1970, Page 109
HÚNAVAKA
107
hrópaði upp: Ertu vitlaus, maður. Nei, ekki er ég það, en ég vil fara
áður en ég verð vitlaus. Þú selur bílræfilinn og borgar systur minni
minn hlut. Hún sér um að leggja það inn. Ég fer annan janúar og lík-
lega langt. Hann stóð upp og mælti alvarlegur: Keyrðu aldrei bíl-
fjandann. Seldu hann strax. Þakka þér fyrir allt, vinur minn, vertu
sæll.
Hurðin féll aftur á hæla hans. Fyrst Bubbi, svo þú, tautaði ég
hryggur. Síðan fann ég reiðina loga í mér. Því segja þeir aðeins undan
og ofan af. Ég skal sýna ykkur dauðum og lifandi . . . ., tautaði ég
og æddi urn gólfið.
Sigurjón fór. Ég var of stoltur og reiður til að tala við liann áður.
Ég sat einmana og hryggur þegar kaupmaðurinn hringdi. Heyrðu
góði, þið getið ekki brugðizt mér svona. Ég er hrelldur út af Bubba
okkar, þessum elskulega dreng. Nú treysti ég þér að hjálpa mér. Hvað
kom fyrir liann Sigurjón. Hann lét móðan mása. Áður en ég vissi af,
hafði ég lofað honum að halda áfram að keyra á Tangann.
Það var hálka og myrkur og bíllinn þunghlaðinn. En hann skilaði
sér heim dag eftir dag. Skínandi sterkur var hann og traustur. Ég
var farinn að undrast hvað hafði getað hent félaga mína, svona slæmt
í sambandi við bílinn. Ég snerti aldrei vín og neytti allrar orku til
að safna peningum, svo að ég gæti látið hlut Sigurjóns verða sem mest-
an. Hann var minn einasti vinur, þótt mér hefði sárnað við hann, að
hann fór svona skyndilega.
Svo var það einn morgun, að ég lagði af stað hress og ákafur. Ferð-
in gekk vel. Ég hugðist ljúka erindum mínum á Tanganum og halda
heim um kvöldið. Ég ók sem leið lá. Bíllinn var þunghlaðinn og
ferðin gekk seint. Ég mætti nokkrum bílum fyrst, en svo hættu þeir
að sjást er leið að nóttu.
Ég raulaði lágt við stýrið. Vélin erfiðaði upp brekkurnar. Snjórinn
lá í dyngjum meðfram veginum. Það glytti í smá hálkubletti, sem
komu þó ekki að sök. Vegurinn hafði verið vel ruddur. Ég var að
fara ofan í Svartagilið . . . . Þá sá ég bílinn fyrst. Stór vörubíll geyst-
ist með ofsahraða beint á móti mér. Hann var alveg eins og bíllinn
minn. Ég ók alveg út á kant og snarstanzaði. Hinn geystist áfram og
hvarf. Ég starði og starði. Enginn bíll, ekkert ljós sjáanlegt. Ég tal-
aði ljótt og ók af stað. Ég var sveittur í lófunum og hendurnar skulfu.
Bubbi minn, tautaði ég, var það kannski svona ....
Ég ók eins og ég komst heim á leið. En ég var ekki samur eftir. Ég