Húnavaka - 01.05.1970, Page 110
108
HÚNAVAKA
fór nokkrar ferðir og allt gekk vel. Ég tók farþega þegar ég gat. —
Reyndi að vera ekki seint á ferð heim. Svo fór ég með kunningja
minn síðustu ferðina á Tangann. Við ætluðum að fara heim um
kvöldið.
Ég beið við húsið, þar sem kunningi rninn var og flautaði. Kona
kom út og stamaði kvíðin: Hann bað mig segja þér að fara lieim.
Hann er orðinn veikur. Ég símaði eftir lækni.
Mér brá, en hélt þó nauðugur af stað. Aldrei mætti það fréttast,
að ég þyrði ekki heim einn. Ég hafði hraðað mér og var kominn að
Svartagili. Ain rann á milli skara og kolsvart myrkrið grúfði yfir.
Þá sá ég bílinn aftur. Hann kom æðandi beint á móti mér, með ógnar
hraða. Ég sá greinilega númerið: C. 151. Ég sveigði út á öfugan kant,
nær gljúfrinu. Hann var óðar kominn Jaar og rann í áttina til mín.
Ég keyri Jxi á Jrig, bölvaður, æpti ég. Við förum þá saman í gjána. Þá
fann ég, að bíllinn minn var að steypast í gljúfrið, opnaði hurðina
og stökk. Ég fann þytinn af bílnum og fannst hann rekast á mig. Ég
Jióttist sjá Bubba í bílnum og lirópaði: Bubbi því gerðir þú mér
Jretta?
Það komu síðar bílar af Tanganum og sáu mig liggja á veginum
með skaddað höfuð. Daginn eftir var ég fluttur með flugvél á stórt
sjúkrahús. Þegar ég liafði sagt þeim þetta oft, fluttu þeir mig hingað.
Hvað um Sigurjón? Spurði einn mannanna. Sigurjón fór til Ástra-
líu og frá honum hefur ekkert heyrzt síðan. Systir hans veit ekkert,
hún er sú eina nákomna manneskja, sem er á lífi. Hann einn gæti
bjargað mér. Ég veit núna hvað liann óttaðist, en nú er það of seint.
Þeir sögðust undrast það mest, að það væri eins og keyrt hefði verið
á mig. Ég er ekkert liissa á Jjví.
Hjúkrunarkonan kom í dyrnar og sagði ákveðin: Þú kemur nú
að hvíla J>ig, vinur. Hún horfði beint á mig, og ég fann, að ég varð
að hlýða. Svo fór hún fram. Aumlegi maðurinn var staðinn upp. —
Hann gekk óstyrkum skrefum til mín. Augu hans loguðu. Ég trúi
þér, vinur, ég þekki þá. Þeir segja okkur ljúga öllu. Þeir tóku mig
nauðugan. Hann laut að mér, það var trúnaðarhreimur í röddinni:
Ég er nefnilega Salómon konungur ....
Ég hrökk með viðbjóði frá honum. Löngu eftir að ég var kominn
í rúmið, hristust herðar mínar af hljóðum gráti og varir mínar hvísl-
uðu: Hvar er Sigurjón?