Húnavaka - 01.05.1970, Side 112
110
HÚNAVAKA
Kona sr. Jóns Pálssonar (gift 30. apr. 1893) Margrét (f. 16. okt.
1867, d. 22. febr. 1947) Sigurðardóttir bónda á Sæunnarstöðum í
Hallárdal, Finnbogasonar. Börn þeirra hjóna: Páll (f. 16. maí 1894)
og Elín Rannveig (f. 3. sept. 1899).*
Mannlýsing: Sr. Jón Pálsson, prófastur, var lítill maður vexti, en
vel vaxinn, frekar flatvaxinn, þykkur um herðar, beinn í baki og nett-
menni hvar, sem á liann var litið, hafði snöggar og ákveðnar hreyf-
ingar, gekk hratt og ákveðið. Vel farinn í andliti, réttnefjaður með
blágrá, góðleg og hýr augu, dökkhærður. Svipur hans var hreinn,
góðlegur og ljúfmannlegur, málrómur hans þýður og mildur. Öll
framkoma hans var sú, að hann laðaði menn að sér við fyrstu kynn-
ingu. Hann gegndi líka margháttuðum störfum, auk prestsstarfsins,
bæði fyrir sveitina í heild, hreppsnefndarstörf o. fl. og einnig reyndi
hann að leysa hvers manns vandræði, þeirra, sem til hans leituðu,
sem voru æði margir og margvísleg vandamál, sem fyrir komu.
Eitt var það í fari sr. Jóns prófasts, að hann hafði sérkennilegan
ávana (kæk), sem virtist honum ósjálfráður. Hann hummaði og ræskti
sig um leið og hann saug lítilsháttar upp í nefið, jafnframt komu ó-
sjálfráðir vöðvakippir í hægri kinn við munnvikið, svo andlitið
snerist um leið lítilsháttar til hægri. Sagt var í skopi, að þennan kæk
hefði hann frá barnæsku sinni með ávana að herma eftir gamalli
konu, sem dvaldi hjá foreldrum hans á Dæli, meðan hann var enn
í æsku. Svo mun þó ekki hafa verið. Heldur var þama á ferð sjúk-
dómur, sem síðar varð að nokkru eða öllu banamein hans.
Frú Margrét Sigurðardóttir, kona hans, var kennslukona við
Kvennaskólann á Ytri-Ey, þegar hún giftist sr. Jóni. Há og grönn,
lagleg stúlka, vel farin í andliti, með dökkt, mikið hár, en varð með
aldrinum mjög feit. Hún bar með sér mikla persónu, siðprúð og hóg-
vær í framkomu og hin mesta gæðakona. Hún stjórnaði heimilinu
af miklum myndar- og skörungsskap, því stjórn heimilisins kom
meira í hennar hlut, þegar prófasturinn varð að sinna embættisstörf-
um, sem voru enn margþættari og tóku lengri tíma en nú er, t. d. hús-
vitjanir, guðsþjónustuferðir, undirbúningur fermingarbarna o. m. fl.
Þá varð að ferðast allt á hestum og öll ferðalög erfiðari og tímafrek-
ari. Hjúasæl voru þau prófastshjónin, sem sýnir betur en nokkuð
annað persónu- og eiginleika þeirra hjóna.
Heimild: íslenzkir guðfræðingar. Kandidatatal 1847—1947.