Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 114
112
HÚNAVAKA
islenzka veðráttu var prestunum daglegt brauð. Margar ferðir voru
barátta og stundum, sérstaklega á veturna, um líf og dauða að tefla
í stórhríðum og frosthörkum.
Ég, sem drengur og síðar fullorðinn maður, dáðist að hugrekki sr.
Jóns í þeim ferðum. Ég minnist þess fyrst, þegar ég sá prestinn koma
þeysandi í hlað á fallegu, viljugu hestunum sínum, því enginn átti
viljugri eða hetur með farna hesta en hann. Þá var gripið til þess
ráðs að reyna að fela sig, þegar um húsvitjun var að ræða, því við
krakkarnir áttum að lesa hjá prestinum. Hræðslan hvarf samt fljótt
fyrir hans ljúfmannlegu framkomu. Varla leið sá messudagur, hversu
sem viðraði á vetri, að presturinn kæmi ekki til guðsþjónustuhalds,
og svo lagði hann af stað heim að lokinni messugerð. Heim til konu
og barna. Og heim fór hann. Ég minnist þess, þegar þau Höskulds-
staðahjón tóku Margréti systur rnína i fóstur. Þó stór væri bamahóp-
urinn á Balaskarði, og mikið um að vera hjá okkur mörgum syst-
kinum, saknaði ég hennar ákaft fyrst í stað. Ég minnist þess, þegar
ég kom í lyrsta sinn í Höskuldsstaðakirkju, 8 ára gamall. Kirkjan
fagurlega máluð með heiðbláum himni, stjörnuskreyttum, og rósa-
máluðum súlum undir lofti. Allt var þetta sem á jólurn, þótt þá væri
vor í lofti. Presturinn skrýddur fyrir altari og prúðbúið fólk. Guðs-
þjónustan fór fram með miklum hátíðleik, og presturinn söng sæt-
lega tón og sálma. Þá lreyrði ég líka í fyrsta sinn í orgeli. Síðar naut
ég þess að vera þátttakandi í guðsþjónustum með prófastinum.
Ræður hans voru ljúfar og þýðar, eins og hann var sjálfur. Ekki
stórorðar né hvassyrtar, þó vissi hvert barn hvað presturinn var að
tala um og kenna fólkinu. Ég heyrði það aldrei, að prófasturinn tal-
aði ómakleg orð eða lastmæli um nokkurn mann, og alls staðar átti
hann góðu að mæta.
Árið 1920 fluttu foreldrar mínir, ásamt okkur fjórum systkinum
frá Balaskarði út að Hofi á Skagaströnd (kirkjujörð). Þannig var
samantvinnuð ævi okkar alla prestsskapartíð þeirra prófastshjón-
anna.
Þá minnist ég eins atviks lrá prestsþjónustutíð prófastsins. Það
var þá, er biskupinn yfir Islandi, dr. theol. Jón Helgason, kom að
Hofi að vísitera. Þá var það ein sú sjálfsagða spurning, eftir guðsþjón-
ustu biskupsins, að spyrja söfnuðinn um starf þjónandi prests og sam-
starf hans og samvinnu við söfnuðinn.
Nú var kirkjan þéttsetin kirkjugestum, sem heyrðu spurningu