Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 116
114
HÚNAVAKA
einu rúmi (gestarúmi) og einum glugga til suðurs. Þá var stórastofa
í sömu röð, með tveim gluggum og stærri en hinar stofurnar. í henni
voru haldnar samkomur og dansað, ef svo bar undir. Þar svaf ráðs-
maður stundum. Innst í göngunum var svo annar gangur við enda
þeirra til suðurs, sem skildi milli stóru stofu og eldavélarhúss. Þaðan
lá einnig stigi upp á loftið, sem var yfir allri byggingunni. Aftur af
stigaganginum var svo eldavélarhúsið, sem var einnig notað sem
borðstofa fyrir vinnufólkið, og enn austur af því búrið, þar sem
mjólkin var geymd og ýmiskonar búmatur var þar og geymdur. Öll
þessi hús voru þiljuð í hólf og gólf. Yfir þeim öllum var loft með
porti. Vesturhluti þess var stúkaður sundur í þrjú mismunandi stór
svefnherbergi. Hjónahús fremst í stafni. Aftur af svefnherbergjun-
um var fyrst stigaloftið yfir ganginum, en þar austur af tvö herbergi,
sem notuð voru fyrir geymslu á ýmsu dóti. Þar upp í gegn um annað
herbergið lá járnrör frá eldavélinni í eldhúsinu, upp í gegn um þekj-
una, en það varð örlagavaldur þessa stóra bæjar, sem síðar verður
sagt. Norðan við göngin, allt inn að enda þeirra, voru þrjú stór hús,
byggð af þykkum torfveggjum, með torfþaki og torfveggjum á allar
hliðar. Gerðu þau lnis göngin enn draugalegri en þau þurftu að vera.
Þar var hlóðaeldhús, geymsla fyrir slátur og annan súrmat og enn
fleira. Norðast í bæjarröðinni var skemma. Framan við bæjarhús
og skemmu var niður grafin hestarétt með stórum hestasteini, sem
stór járnhringur var í. Inn í hestaréttina lá tröð alla leið neðan frá
túnfæti og hlaðnir, háir torfveggir á báðar hliðar.
Mest af þessum bæ brann til kaldra kola nokkru eftir jól veturinn
1926 í norðan stórhríðarveðri og litlu sem.engu varð bjargað.
Kviknað hafði út frá rörinu uppi á lofti og fólkið vissi ekki af fyrr
en magnaður eldur var kominn í allan austurhluta bæjarins, og eng-
inn tök voru á að slökkva eldinn.
Fólkið komst í kirkjuna, sem stóð norðar en bærinn og var því
ekki í hættu. Sumt af fólkinu hafði varla náð öllum fötum sínum.
Þar missti prófasturinn mest allt bókasafn sitt, sem var orðið mikið
og merkilegt. Þar brann stásstofan og litlu úr henni var bjargað. —
Ekkert var vátryggt. Bókasafnið var honum bætt að nokkru af vin-
um og góðum mönnum, en ýmsir munir, sem brunnu s. s. í stássstof-
unni urðu ekki bættir. Á næstu árum var byggt það hús, sem enn
stendur, steinhús með kjallara og risi, sem er á engan hátt í samræmi
við hið fallega bæjarstæði og umhverfi.