Húnavaka - 01.05.1970, Page 122
120
HÚN AVAKA
Eldri konur ættu að klæðast peysufötum, ekki upphlut, með hvíta
treyju, brúsandi!
Varast að hafa fald eða skotthúfu aftaná hnakka, l'ylgi helzt hár-
rótinni.
Athuganir urn pjóðbúningana almennt.
Auðsjáanlega er mikið af þjóðbúningum til almennt, t. d. í liöfuð-
staðnum, þó hann sé nú minna notaður en áður. Hann var notaður
af öllum stéttum almennt fram yfir aldamót.
Við jarðarlör Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar, tónskálds, 1927
(marz) vottuðu konur tónskáldinu virðingu sína. — Komu til kirkju
50 konur í skautbúningi í einni fylkingu. — (Ingibjörg H. Bjarnason,
alþingismaður, gekkst fyrir þessum samtökum).
Eða þegar heimafólk Helga Magnússonar, stórkaupmanns, hérna
í Bankastrætinu, bauð 80 konurn til kvöldfagnaðar 1943. — Þær áttu
allar að vera klæddar íslenzkum búningi og voru það.
Og svo allir peysufatadagarnir í skólunum! — Það er stundum
verið að gera gys að þeim, en sannarlega er gaman að sjá ungu stúlk-
urnar einu sinni svona virðulegar og fallegar!
Manni dettur stundum í hug það, sem útlendur merkismaður, sem
hér var á ferð, sagði um búningana: „Ef ég liefði liér alræðisvald,
skyldi ég lögbjóða, að allar konur klæddust þjóðbúningum! “
Svo óska ég öllum búningasamtökum hjartanlega til hamingju, og
þá íslenzku konunni, fyrst og fremst, sem njóta skal allra sigurvinn-
inganna!