Húnavaka - 01.05.1970, Side 125
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON, Höfðakaupstað:
Minningar
i.
Á unglingsárum mínum voru ungmennafélög að hefja starfsemi
sína og vekja ungu kynslóðina til dáða. Eitt þeirra var innan hins
forna Vindhælishrepps, hlaut nafnið Framsókn og hélt fundi á Hösk-
uldsstöðum. Áhugamenn og brautryðjendur þessa félagsskapar voru
þeir Sigurjón Jóhannsson, Höskuldsstöðum, og Magnús Björnsson,
Syðra-Hóli, ungir menn og vel menntaðir eftir því, sem gerðist í þá
daga. Báðir gagnfræðingar frá Akureyri. Sigurjón stundaði barna-
og unglingakennslu um áratugi. Naut ég kennslu hjá honum, bæði
fyrir og eftir fermingu. Aðal áhugamál lians voru íþróttir, einkum
íslenzk glíma. Vorum við strákarnir, sem lærðum hjá honum, mjög
áhugasamir um þá íþrótt, þótt stundum kastaðist í kekki milli
okkar strákanna. Eftir fundi að Höskuldsstöðum, sem haldnir voru
þar í svokallaðri „bláu stofu“, þótti sjálfsagt, að við færum í glímu.
Eitt sinn var fenginn erindreki, er starfaði á vegum ungmennafé-
laga, til þess að halda fyrirlestur. Ungmennafélagið gaf út blað, er
hlaut nafnið Neisti. Skrifuðu ýmsir félagsmenn í blaðið, sem var
lesið upp á fundum, því að eigi var mögulegt að fjölrita það. Mátti
segja, að fyrrnefndir áhugamenn hefðu mörg jám í eldi.
Einnig var hafizt handa að kenna sund, en sundkennsla var þá
engin í skólum. Hófst undirbúningur með því, að hlaðinn var
stíflugarður þvert yfir svokallað Grenjagil, sem er fyrir neðan Hösk-
uldsstaði, en lækur rann eftir gilinu. Myndaðist þannig sundlaug eða
sundpollur þarna. Nú var fenginn sundkennari norðan úr Skaga-
firði, — Stefán Vagnsson að nafni.
Eru mér minnisstæðir atburðir, sem nú skal greina.
Ég var farinn að fleyta mér. Var þá tekið af mér korkbeltið, enda
taldi ég mig ekki þurfa þess lengur við. Ég stillti mér upp á stíflu-
garðinum, fannst ég vera orðinn góður sundmaður og steypti mér til