Húnavaka - 01.05.1970, Side 126
124
HÚNAVAKA
sunds. En mér fataðist sundtakið og sökk til botns. Það er sem éa
sjái enn í huganum, er ég horfði í gegnum grámóðu vatnsins og hélt
niðri í mér andanum. Ég skreið upp brekkuna, á þurrt land. Það má
geta sér nærri, að ég hafi flýtt mér, þar sem um lífið var að tefla. Það
skal tekið fram, að sundkennarinn var tilbúinn að steypa sér og kafa
eftir mér, er ég birtist á bakkanum.
Þegar liðið var á sundtímann, kom lyrir annar atburður, og má
segja, að þar skall liurð nærri hælum. Við strákarnir vorum ný-
komnir upp úr lauginni. Var ég þeirra síðastur. Sprakk þá stíflugarð-
urinn skyndilega og vatnsaldan brauzt til sjávar á nokkrum mínút-
nm. Mátti sjá, að luin hafði víða rifið grassvörð úr gilinu og borið
fram grjót. Ef einhver okkar liefði verið í lauginni, hefði honum
verið dauðinn vís.
Eftir það syntum við í Kollugerðistjörn og síðast í Laxárósnum.
Meðan á sundinu stóð, hélt ég til á Ytra-Hóli hjá hálfbróður föður
míns, Kristjáni Guðmundssyni. Atti liann tvo drengi í sundinu.
Jæja, eftir sundtímann var enginn breyting á. Það er að segja, að
lækurinn rann sem áður eltir gilbotninum og hjalaði þýðlega við
grasbakkana.
II.
Sumarið 1939 starfaði ég við hafnargerð hér í kauptúninu. —
2. júní það ár gerðist sá atburður, sem nú skal greina.
Framan við hafnargarðinn flaut bátur með þremur mönnum, auk
kafara, sem hlóð veggi úr steinsteypusekkjum í sjónum. Voru steypu-
sekkirnir halaðir upp með Jrar til gerðum „gálga“, er stóð á liafnar-
garðinum framanverðum. Gildur, lóðréttur ás, með „hífigræjum“,
studdur af þrernur fótum. Mitt verk var að liala upp steypusekkina.
Ég sneri sveif í sambandi við tannhjól, lyftust Jrá steypusekkirnir,
Jrar til þeir voru komnir í ákveðna hæð, en voru þá látnir síga niður
fyrir framan hafnargarðinn til kafarans. Vorum við tveir, sem unn-
um Jretta verk, stóðum sinn hvoru megin við ásinn, ég sjávarmegin,
og snerum hvor sinni sveif. Við höfðum halað sekk í fulla hæð, var
okkur þá sagt að staldra við, því að kafarinn væri ekki tilbúinn að
taka á móti honum. Setti ég þá sveifina í „bremsu“, sleppti hendinni
af henni og færði mig algerlega óafvitandi lítið eitt frá. í sömu and-
ránni skall gálginn niður og svo nærri mér, að snerti skyggni á húfu,