Húnavaka - 01.05.1970, Síða 127
HÚNAVAKA
125
er ég bar á höfði. Hafði brostið í sundur járnauga, sem efri endi áss-
ins var í. Ef ég hefði staðið í sömu sporum, sem alltaf áður við þetta
verk, mundi ásinn hafa lent á mér, með þeim afleiðingum, að mínir
ævidagar hefðu eigi orðið fleiri.
III.
Hér er þriðja minningin.
Það mun hafa verið veturinn 1943, að ég vann í Reykjavík hjá
setuliðinu við að reisa bragga við Háteigsveg. Veður var kalt þann
dag, er þessi frásögn gerist, töluvert frost, norðaustan stinningskaldi
og snjókoma öðru hverju. Við vorum 6 menn, sem unnum að þessu
verki. Einn þeirra, unglingspiltur, sem var handlangari. Ég var stadd-
ur uppi á hvelfingu. Búið var að reisa flesta bogana, en ekki tengja
saman að fullu. Ég bað drenginn að rétta mér verkfæri, er ég þurfti
að nota. Venjulega var hann röskur við að aðstoða okkur, en nú, mér
til undrunar, neitar hann, segist hafa annað að starfa. Ég geti sjálfur
náð þeim, og það þrátt fyrir ítrekaða beiðni mína.
Varð ég því að fara niður og sækja verkfærin. Þegar ég var kom-
inn niður, skall á snarpur vindbylur. Féllu þá bogarnir, er við höfð-
um reist og tengt saman að nokkru. F.f ég liefði verið upp á bog-
anum og fallið með honum, virðist augljóst, að ég hefði meiðzt til
muna.
Þegar ég nú rifja upp framanskráðar minningar, verður mér efst í
huga, að ég bjargaðist í öll skiptin, á eftirtektarverðan hátt, frá
yfirvofandi hættum.
Vera kann, að þú, sem lest þessar línur, minnist hliðstæðra at-
hurða á ævi þinni, þar sem ,,hurð skall nærri hælum“. — En hvað
finnst þér við athugun? Tilviljun eða Guðs hnndleiðsla? Ég er ekki
í vafa um, að hér var að verki Guðs handleiðsla.