Húnavaka - 01.05.1970, Side 128
Sr. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Hart var í neimi
og nokkur nauð
Ólafur Guðmundsson í Brautarholti í Höfðakaupstað er fæddur
á Hofi á Skagaströnd 16. marz 1891, en þá var móðir hans, Elísabet
Ferdínantsdóttir, vinnukona. Hún er fædd 2. júní 1865 í Kurfi, dáin
11. desember 1958. Voru foreldrar hennar, Ferdínant, bóndi í Ör-
lygsstaðaseli í Skagahreppi, Gíslasonar og kona lians, Herdís Sigurðar-
dóttir frá Holtsmúla í Skagafirði. Elísabet Ferdínantsdóttir var ann-
áluð dugnaðarkona og hélt sér vel fram á efstu ár. Var hún létt í lund
og var vel látin af öllum.
Séra Jón Jónsson frá Hlíðarhúsum í Reykjavík var prestur á Hofi
frá 1889—1896. Hann var Húnvetnin'gur í föðurætt, því að afi hans
var Sigþór bóndi Oddsson í Eiríksstaðákoti í Svartárdal. Jón prestur
var vel gefinn og mælskur. Hann mun hafa verið ör í lund. Kona
hans var Þorbjörg María Einarsdóttir úr Fellum í Múlasýslu.
Elísabet Ferdinantsdóttir réðist í ársvist til prestshjónanna vorið
1890. Þar var þá í vist ungur maður, Guðmundur Gíslason, Hún-
vetningur. Tókust með Elísabetu og honum góð kynni. Um haustið
fór Guðmundur Gíslason vistaskiptum að Tjörn.
Á prestsheimilinu voru þá tveir vinnumenn, var annar þeirra Gísli
Ferdinantssonn, bróðir Elísabetar. Hann var lágur maður vexti, eigi
þrekmikill og hafði slæma sjón. Hans verk var að hugsa um fjósið og
sækja vatn í bæ og fjós. Þá bar svo við á miðjum þorra, að það var
stórhríð daglangt, sem oft er á Skaga. Vatnsból á Hofi var þá í Hofsá,
er rennur fast við túnfótinn, suður frá bænum. Áin var á ís og var
höggvin vök í ísinn á ánni til að ná vatninu. Fötur voru úr tré, er
sótt var í og vatnið borið í þeim, en eigi var langt til bæjar eða í fjós.
Þennan umrædda dag kom Gísli heim með skjólurnar tómarfkvað
sig eigi finna vökina í hríðarsortanum. Klerkur stóð í bæjardyrum,