Húnavaka - 01.05.1970, Page 132
HAFSTEINN JÓNASSON frd Njálsstöðum:
Þáttur um nestasölu
Sr. Pétur I>. Ingjaldsson hefur ljeðið mig að skrifa þátt um hesta-
sölu til birtingar í Húnavöku. Hann vissi, að ég hafði um árabil
farið með hesta norður á land og selt þá þar.
Eg held, að ég megi til með að verða við þessum tilmælum, en veit
þó varla hvað úr þessum þáttum á að taka, því að of langt mál yrði
að skrifa um alla mína hestasölu.
Þegar ég keypti Njálsstaði árið 1934, var mikil kreppa og þess
vegna erfiðleikar með allan gjaldeyri. Haustið áður höfðu meðal-
lömb ekki lagt sig nema um sjö krónur og fimmtíu aura hvert. Varð
ég að láta fast að 1000 lambsverðum fyrir Njálsstaði. Ég held því að
engan þurfi að undra, þó að dálítill kvíði væri í mér út af skulda-
málunum, því að ég skuldaði mikið meira en það, sem Njálsstaðir
kostuðu. Ég hafði nýlega byrjað að búa, keypt heiðarbýli og gert því
töluvert til góða í von um að geta búið þar, en varð svo af vissum
ástæðum að selja og fara. Ég lenti með jarðarverðið í kreppuuppgjör-
inu og tapaði mestu af því. Leitaði síðan víða fyrir mér eftir jarð-
næði og fékk að endingu Njálsstaði. Sá ég fram á það, að þegar yrði
að hefja viðreisnarstarfsemi á jörðinni, því að bæði voru flest hús að
falli komin og túnið að miklu leyti kargaþýfi.
Ég átti ekkert til nema bústofninn, sem var 150 kindur, 13 hross
og 3 kýr. í hrossunum voru nokkrir ungir hestar. Fljótlega fór ég að
þreifa fyrir mér um sölu á þeim. Það bar við, að hægt var að selja
örlítið af hrossum til útlanda, þá fyrstu árin, og fannst mér verð á
þeim mun hagstæðara en sláturverðið. Einnig var töluverð eftir-
spurn eftir þægum tömdum hestum, bæði norður og vestur á land.
Þá voru bílarnir ekki enn búnir að taka við allri keyrslu og fáar
dráttarvélar komnar. Að þessu öllu athuguðu fór ég að ala upp öll
mín folöld og jafnvel kaupa eitt og eitt í viðbót. Folaldakjöt var þá