Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 133
HÚNAVAKA
131
ekki orðin verzlunarvara, eins og nú er. Það kom einnig til sögunnar,
aðallur útflutningur á hrossum lagðist niður um árabil.
Þetta varð til þess, að ég fór að þreifa fyrir mér, hvert helzt væri að
leita með hestasölu. Fyrst sendi ég nokkra liesta vestur á land í tvö
vor og einnig nokkra norður með mönnum, sem voru á ferð. Ég
fékk sæmilegt út úr því, en fannst það ekki vera til frambúðar. Ég
fór nú að Imgleiða að fara sjálfur með hross norður í land og reyna
að selja. Ákvörðun um það tók ég haustið 1942 og fór þá strax að
athuga um kaup á nokkrum folum. Vorið eftir var ég kominn með
milli 20 og 30 söluliross með þeim, sem ég átti sjálfur.
Nú rann upp sá tími, sem mér fannst henta bezt til að fara að
heiman, það var í júnílokin. Ég fékk mann til ferðar með mér, og
lagði af stað, þótt engin vissa væri um sölu á nokkrum hesti. Síðustu
nóttina, sem ég var heirna, dreymdi mig töluvert langan draum, sem
ég átti erfitt með að átta mig á, en fannst þó margt benda til þess, að
ég mundi geta selt hrossin. Endir draumsins var þannig: Farðu
þangað, sem kallað er að Breiðavaði, því að þar getur þú selt hrossin;
og um leið var mér eins og sýnt svæðið.
Fyrsta daginn var áætlað að fara norður að Fjalli í Kolbeinsdal í
Skagafirði, þann næsta yfir Heljardalsheiði, síðan um Svarfaðardal,
Árskógsströnd til Akureyrar og þaðan áfram norður um sýslur. Við
komumst að Fjalli um kvöldið og gistum þar. Um morguninn tölum
við um, hvort ekki sé rétt að fara í síma að Skriðulandi, sem var næsti
bær, og reyna að ná yfir í Svarfaðardalinn og heyra hljóðið í körlun-
um þar. Fylgdarmaður minn kvaðst eiga skólabróður í dalnum og
bauðst til að reyna að ná í hann. Það tókst, en hann var daufur og
lézt ekkert vita um sölumöguleika í dalnum. Ekki leizt okkur vel á,
röbbuðum um þetta góða stund, en ákveðum svo að snúa við og reka
út allan Skagafjörð og stefna norður í Fljót, reka um Ólafsfjörð og
þaðan yfir Lágmúla til Svarfaðardals.
Segir ekki af ferð okkar fyrr en um kvöldið, að við komum að Felli
á Höfðaströnd. Þar bjó maður, sem við þekktum og hafði áður búið
í Húnavatnssýslu.
Allur greiði var okkur þar velkomin, en engin girðing var til fyrir
hestana. Gistum við þama og vöktum til skiptis yfir hestunum. —
Næsta morgun vorum við snemma á fótum, rákum saman hesta
okkar, en hinkruðum samt við þar til bóndinn kom á fætur, því að
ég vildi bjóða borgun fyrir næturgreiðann. Ekki man ég til þess, að