Húnavaka - 01.05.1970, Side 134
132
HÚNAVAKA
bóndi vildi taka við borgun. Þegar við vorum að fara kom til okkar
vinnumaður bónda og sagðist vilja kaupa af okkur hest. Var það auð-
sótt mál af okkar hálfu. Ég spurði hann um greiðslumöguleika, og
kvaðst hann þurfa að tala við húsbónda sinn. Bóndinn sagði, að mað-
urinn gæti fengið nóga hesta hjá sér og varð ekki meira úr þessari
verzlun.
Segir ekki af ferðum okkar fyrr en við nálgumst Haganesvík, þá
kemur á móti okkur gangandi maður, sem snýr í veg fyrir mig og
spyr hvert við séum að fara. Ég segi honum, að við séum á ferð með
söluhross. Maðurinn segir, að sig vanti þægan dráttarhest. Ég bauð
honum að velja sér hest úr hópnum. Maðurinn gengur milli hest-
anna og virðir þá fyrir sér, kemur síðan til mín, þar sem ég hélt í
hestinn, sem ég hafði riðið á, bendir á hann og segir: „Þennan vil ég
helzt“. — Þetta var einn af allra fallegustu hestunum og var mér ekki
ljúft að láta liann fyrst, en sá strax, að ekki þýddi urn að sakast og
spretti umsvifalaust af honum. Fór ég síðan með manninum heim að
kaupfélaginu og fékk hestinn greiddan þar. Ég vildi hafa meira gott
af þessum manni og spyr hann, hvort hann geti ekki vísað mér á ein-
hvern bæ, þar sem girðing sé fyrir hesta, því að við viljum vera hér í
Fljótum í nótt. Hann sagði, að lítið væri um girðingar, en þó taldi
hann vera einhverja girðingarnefnu á bænum Stórholti. Ég spyr hann
til vegar þangað. Hann segir, að við skulum halda áfram þangað til
að við sjáum eitt steinhús á dálitlum hól. Það sé samkomuhús sveit-
arinnar og Stórholt næsti bær þar sunnan við. Að endingu skauzt
það upp úr honum, að í samkomuhúsinu verði samkoma í kvöld. Nú
þóttist ég vel hafa veitt og kveð nranninn í skyndi. Segi ég fylgdar-
manni mínum tíðindin og við höldum af stað og sigum hægt og hægt
áfram. Öll hrossin höfðu verið fremur þæg í rekstri, nema þrjár
hryssur, sem veturgömul tryppi höfðu verið tekin undan áður en ég
fór. Þessar hryssur höfðu aldrei viljað tolla á vegi og alltaf ætlað
að snúa við, enda orðnar mjög þreytulegar. Hafði ég af þeim miklar
áliyggjur.
Nú kom að jrví, að við sáum samkomuhúsið, sem kallað var Ketilás.
Þar fyrir utan eru víðáttumiklar mýrar og fallegt útsýni norður um
Miklavatn út til sjávar. Þá rann upp fyrir mér, að þetta væri staður-
inn, sem ég hafði séð í draumnum.
Þegar við erum þarna komnir og sjáum, að fólk er að halda heim
að samkomuhúsinu, bað ég samferðamann minn að vera yfir hross-