Húnavaka - 01.05.1970, Page 135
HÚNAVAKA
133
unum á meðan ég færi þangað heim. Tók hann því vel. Ég lagði á
liprasta folann, hafði annan í taumi og veifaði þeim létt heinr
á samkomuhúshlaðið. Samstundis komu nokkrir strákar út og fengu
að skoða folana. Þeir spurðu mig á hvaða ferð ég væri með svo marga
hesta. Ég sagði þeim, að þetta væru söluhestar. Þeir spurðu þá, hvort
þeir mættu koma út á nrýrar og sjá þá. Ég sagði það vera velkomið.
Þegar þangaðkom, tóku strákar til óspilltra málanna, skoðuðu lrross-
in og spurðu í þaula um þau, en lítið gerðist annað lengi vel. Allt í
einu kenrur þarna að stór og mikill, roskinn maður, og var lrann, að
mér virtist, töluvert við vín. Hann vatt sér fljótlega að mér, nefndi
nafn sitt og sagðist vera vegaverkstjóri. Hann spurði mig, lrvort ég
hefði engin ódýr lrross lranda sér. Flugu mér þá í hug hryssurnar
þrjár, er ég hafði haft mestar áhyggjur af á leiðinni. Nú væri tækifæri
að losna við þær, ef ég hefði þær nógu ódýrar. Ég kvaðst geta selt
lionum þrjár ungar hryssur fyrir 500 krónur hverja. Fékk hann síðan
að sjá þær og sagði, að sér litist vel á þær og vildi afgera kaupin.
Gerðurn við það, að öðru leyti en því, að ekki gat hann borgað þær
og bað um frest til ágústloka. Eftir þetta kom meiri hugur í strák-
ana, og fleiri menn tóku að bætast í hópinn. Þeir fóru að koma einn
og einn, sem voru búnir að velja sér hesta og vildu ákveðið kaupa,
en gátu ekki borgað strax. Það er ekki að orðlengja það, að klukkan
tvö um nóttina höfðum við fengið kaupendur að öllum hrossunum,
nema tveimur. Þá var ég orðinn verulega þreyttur og stakk upp á
því að fresta öllum frekari frágangi á þessari verzlun, þar til eftir
liádegi næsta dag. Það voru nokkrir, sem fengu greiðslufrest til
hausts og vildi ég gera við þá skriflega samninga. Allir tóku þessu
vel og fóru glaðir frá okkur, en við fórum með hrossin að Stórholti,
vöktum þar upp, báðurn um girðingu fyrir þau, en gistingu fyrir
okkur, og var því vel tekið. Morguninn eftir seldi ég annað hrossið,
senr eftir var. Þá var eftir altaminn hestur, þægur til allrar vinnu, en
hafði víst ekki gengið út, af því hann var mjög þreytulegur og á
honum livítar skellur eftir meiðsli. Með þennan hest fór ég út í Siglu-
fjarðarskarð, þar sem Lúðvík Kemp var við vegavinnu. Ég bauð hon-
um hestinn, til þess að nota hann fyrir kerru til hausts. Hann tók
því vel, svo framarlega, að hann reyndist þægur. Hesturinn var í veg-
inum til rétta. Þá sendi Kemp mér hann og 600 kr. fyrir vinnu hans,
og var hann þó í góðum holdum.
Eftir hádegið fór ég að afhenda hrossin og gengum við frá samning-