Húnavaka - 01.05.1970, Page 136
134
HÚNAVAKA
um jafnóðum. Að því loknu lögðum við hnakka okkar á bakið
og fórum út að Barði til séra Guðmundar Benediktssonar frá Ási í
Vatnsdal. Þar vorum við í góðu yfirlæti um nóttina og næsta dag.
Fengum við þá áætlunarbíl, sem fór milli Siglufjarðar og Sauðár-
króks og tókum okkur svo far nreð „rútu“ til Blönduóss. Urðu allir
undrandi, er við vorum svo fljótt komnir aftur.
Þannig tókst þá til með þessa söluferð. Allt innheimtist, er um var
samið, nema einar 100 krónur.
Eftir þetta fór ég í söluferðir í ein 9 eða 10 ár og stundum bæði
vor og haust. Gekk alltaf vel utan einu sinni, er ég var dálítið ,,plat-
aður“. Ég hafði þá farið af stað með um 30 hesta. Keypti þá flesta
ótamda, en tamdi þá um veturinn og vorið áður en ég fór. Á leiðinni
norður reið ég á þeim til skiptis og tömdust þeir mikið á því. Ég fékk
mann með mér norður til Akureyrar. Við fórum Heljardalsheiði og
fengum svo rnikla ófærð á henni, að við lá, að við yrðum að snúa við.
Þetta var þó fyrstu daga júlímánaðar. Snjórinn á heiðinni tók oftast
í kvið og miðjar síður á hestunum, en mikil bleyta var komin í snjó-
inn. Við teymdunr dugmesta hestinn á undan og létum hina lesta sig
í slóðina. Oft urðum við að hinkra við og láta hestana blása mæð-
inni, en um síðir hafðist þetta samt. Við rákum um endilangan Svarf-
aðardal og til Akureyrar, en gátunr ekkert selt. Þaðan lagði ég upp
aleinn með allan hópinn. Fór yfir Vaðlalreiði, unr Háls í Fnjóskadal
og að Fosshól um kvöldið. Þann dag seldi ég nokkra hesta. Frá Foss-
hól fór ég yfir Fljótsheiði og seldi nokkra hesta í Reykjadal. Ætlaði
ég síðan að halda upp í Mývatnssveit. Þá gaf sig á tal við mig bóndi,
sem sagðist vilja ráða mér frá því að halda lengra. Nú sé að koma mý-
ganga, senr hann kallaði; þá sé ekki fyrir ókunnuga og óvana þessum
varg að vera á ferðinni.
Annar maður var þarna, en inér fannst sem hann vildi gera minna
úr þessu. Hinn hélt þessu nrjög fast að mér og bauðst til að taka af
mér sum hrossin og reyna sölu á þeim, en hin skyldi ég fara með að
Fosslróli og biðja Sigurð Lúther að selja þau. Hann væri allra manna
duglegastur að selja. Við þetta runnu á mig tvær grínrur, sem kallað
er. Var það mest vegna þess, hvað mikið ég lrafði að gera heima og
mátti lrelzt engan tíma missa. Gekk ég að þessu boði mannsins og
sneri við að Fósshól með 4 lresta. Sigurður tók að sér að geyma þá
og reyna að selja.
Útkoman varð sú, að maðurinn í Reykjadalnum seldi engan lrest-