Húnavaka - 01.05.1970, Page 142
BJARNI Ó. FRÍMANNSSON:
Ornefnapáttur
Lýsing á afréttarlöndum Engihlíðarhrepps — Skrapatunguafrétt og
Illugastaðaparti — og örnefni par.
I. SKRAPATUNGUAFRÉTT
Afréttarland þetta, ásamt heimajörðinni Skrapatungu, eignaðist
Engihlíðarhreppur með afsalsbréfi útgefnu 8. sept. 1896 af Árna Á.
Þorkelssyni bónda að Geitaskarði, sem þá var oddviti Engihlíðar-
hrepps. Hafði hann ári áður, þ. 11. maí 1895, keypt fasteignir þessar
af tveim Skágfirðingum, Guðmundi Péturssyni, Hofsstöðum og Jóni
Sigurðssyni, Skúfsstöðum. Hefur það strax verið ætlun hans, að Engi-
hlíðarhreppur fengi fasteignir þessar, þótt vegna ýmissa formsatriða
og undirbúnings yrði að hafa þá aðferð, að hann persónulega keypti
þær fyrst.
Auk heimajarðarinnar og afréttarlands, fylgdi eyðijörðin Fann-
laugarstaðir í Skefilsstaðahreppi.
Eftir að Engihlíðarhreppur eignaðist jörðina, byggði hann heima-
jörðina, en tók afréttarlandið undan og sameinaði það Fannlaugar-
staðalandi til uppreksturs fyrir Enghlíðinga og hefur svo haldizt
síðan.
Skrapatunguafrétt liggur í fjallgarðinum milli Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslna, þar sem hann er einna breiðastur og mest há-
lendi hans.
Að vestan takmarkast hún af Mjóadalsá, sem hefur upptök á Þrösk-
uldi milli Kirkjuskarðs og Mjóadalsbotns. Þröskuldurinn er gróður-
lítil hálendisfylla með hólum og kvosum, falla vötn bæði norðaustur á
Mjóadalinn og suðvestur til Kirkjuskarðs. Mjóidalurinn er þröngúr,
með snarbrattri hlíðinni að austan, klettabeltum efst í hlíðinni og
upp á fjallsbrún framan til, en er norðar kemur ganga klettabeltin