Húnavaka - 01.05.1970, Síða 143
HÚNAVAKA
141
nokkuð á ská niður á við og fjarlægjast aðalbrúnina. Undirlendi er
lítið á dalnum, smá eyrar og nesoddar við ána, er dalurinn þurrlend-
ur og hlíðin vaxin smá valllendisgróðri. Valllendisgeirar upp undir
klettabeltin með smá gilskorningum og grónum skriðuhryggjum á
milli. Er dalurinn að austan mjög snotur og hlýlegur, er hann leita-
laus og blasir hlíðin öll við eins og blaðsíðá í opinni bók.
Framan við dalbotninn og aðalhlíðina, upp af Þröskuldi að suð-
austan, eru smá hjallar og skálar upp að fjallsbrúninni. Eftir að
klettabeltin fjarlægjast aðalbrún fjallsins minnkar bratti norður-
hlíðarinnar ofan beltanna mikið og er fyrst aflíðandi norður og
austur á fjallið og norður fyrir enda þess. Heitir það svæði Höllin,
og sést ekki þangað neðan af dalnum. Á Mjóadalnum, að austan,
stóðu tóftir að Skrapatunguseli, en eru nú nær horfnar, m.a. vegna
landbrots af ánni.
Er dalnum sleppir, grefur áin sig í gegnum hæðahrygg og hefur
myndað hrikalegt klettagljúfur, sem Gálgagil heitir. Nær það ofan
á sléttlendi Hvammshlíðardals um Höskuldsstaðasel, er stendur í
horninu að austan, þar sem Hvammshlíðardalur liggur til norðurs,
en Ambáttardalur til austurs. Er þar kallað Hvammshlíðarhorn og
er í afréttarlandi Vindhælishrepps.
Hjá Höskuldsstaðaseli breytir Hvammshlíðaráin stefnu til suð-
austurs, þar til Bárðardalsáin fellur í hana. Kemur hún framan Bárð-
ardalinn, sem liggur samhliða Mjóadalnum. Er liann mun lengri en
Mjóidalurinn og hefur samband að framan við Tröllabotna, með
þröngu gildragi, sem kallast Bárðardalsþröskuldur.
Bárðardalurinn er mjög þröngur, með snarbröttum hlíðum og
undirlendislaus, gott sauðland er á honum norðan til, beggja megin.
Framan til er hann gróðurlítill enda hækkar hann þá og þrengist. Að
vestan er hann gilja- og hjallalaus, nema fram undir Þröskuldi geng-
ur gil suðvestur á fjallið með drögum framundir fjallsbrún við Mjóa-
dalsbotn. Eru sauðhagar í drögum þessum. Heitir gil þetta Litlagil,
en drögin Litlagilsdrög. Tungan milli þess og Bárðardals heitir
Klakkatunga.
Engin sérheiti eru önnur á Bárðardal vestanverðum og fjallið milli
dalanna hefur ekki neitt sérnafn („Fjallið milli Mjóadals og Bárðar-
dals“). Þó er norðasti hluti þess, sem er nokkru hærri en fjallið á
kafla framar, nefnt Gulltunguhnjúkur, en Gulltungur heitir svæðið
norðan í fjallinu milli ánna ofan að Hvammshlíðará.