Húnavaka - 01.05.1970, Síða 144
142
HÚNAVAKA
Iír þar niikið og gott haglendi, liálfdeigjubreiðar, fláablettir, lyng
og hrísmóar og skriður og mosagróður, er kemur upp í hnjúkinn.
Valllendisbakkar og grjóteyrar eru meðfram Hvammshlíðaránni.
Framan við Gulltunguhnjúkinn er smádrag þvert yfir fjallið, kall-
að Dragið, annars er fjallið fram milli dalanna slétt og er skammt
milli brúnanna. Er fram fyrir dalina kemur og fram fyrir Litlagils-
drijg, breytir fjallið stefnu til suðvesturs, vestur á Kirkjuskarð og
Laxárdalsbrúnir að Vesturáarskarði.
Er norðvesturhluti þess nreð svipaðri liæð og norðurfjallið og er
eins konar hjalli norðvestan við aðalhæðina, sem er mun liærri og
liggur á brúnum Tröllabotna, heitir sú hæðarfylla Tröllakista norð-
an til, en fremst framundir Vesturáarskarði, Klakkar. Eru þar ein-
stakar smánibbur upp úr brúninni, sem hún tekur nafn af.
Tröllakista lækkar norðast með aðdraganda ofan Klakkatunguna.
Framan til á Tröllakistu er fjallið örmjó egg milli Grjótskálar í
Kirkjuskarði og Tröllabotna. Er þar hættuleið ef glerungur og hálka
er, sem oft vill vera.
Tröllakista og Klakkar munu vera einhver mesta hæð yfir sjávar-
mál í fjallgarðinum milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu.
Gróður er sáralítill upp á þessum háfjöllum, aðeins smá hlaupa-
gróður, sem fé notar í blíðustu veðrum. En svalt og ónæðissamt hlýtur
að vera í hvassviðrum, og geta verið þar stórhríðar, þótt sæmilegt
veður sé niðri í byggð.
Framan til á Bárðardal, að austan, er smá gróf inn í hlíðina, sem
lieitir Skálin (á Bárðardal). Fer hjarnfönnin úr henni ekki nema í
heitari sumrum. Fyrir mörgum árum bar það við í göngum, er fjár-
rennsli kom framan hlíðina, og sennilega óeðlileg hundbeiting hefur
átt sér stað, að fjárhópur hljóp yfir Skálina með þeim afleiðingum, að
þrjár kindur hröpuðu á hjarnfönninni, fótbrotnuðu tvær, en ein
rotaðist.
Norðan við miðjan Bárðardal skerst gil austur í fjallið, er Rauða-
gil (eða Rauðsgil) heitir, stefnir það til suðausturs og hefur upptök
í vestari Rauðagilsbotni. — Heitir tungan milli þess og Bárðardals
Rauðagilstunga, og er þar haglendi gott. Gegnt þessu gili er annað
gil samnefnt, sem hefur upptök í austari Rauðagilsbotni. Fellur læk-
ur um það austur til Laxár. í brúnum Rauðagilsbotnanna, og milli
þeirra, eru klettabelti og töluvert þverhnípi. Er fjallið framan þeirra
mun hærra en norður fjallið, breiðara og gróðurlítið, heitir það Mið-