Húnavaka - 01.05.1970, Page 145
HÚNAVAKA
143
aftansfjall (meint frá Trölleyrum). Gengur suðurhluti þess að Trölla-
botnum.
Norðan við Rauðagilin lækkar fjallið allmikið og er meira gróið.
Heitir það Fannstöð eða Fannstaðafjall. Fram á það gengur gil norð-
an af Ambáttardal, sem Fífugil heitir, með aðdraganda drögum fram
á fjallið, sem Fífugilsdrög nefnast. Austan þeirra er hæðahryggur
all uppblásinn hið efra með grjót og smá klettaborgum hér og hvar,
og er það austurbrún Fannstaðafjallsins. í brún þessa gengur, langs
á all löngum kafla, smá drag eða sprunga, líkast eins og fjallið hafi þar
verið að byrja að springa í sundur. Er það nafnlaust.
Vesturhluti fjallsins, sem að Bárðardal veit, og framan og vestan
Fífugilsdraga, er mun lægri en austurfjallið, nema hvað norðvestur-
hornið hækkar töluvert og heitir þar Bárðardalshnjúkur.
Norðan við Fannstaðafjallið Hggur Ambáttardalur, þvert við til
norðausturs. Takmarkast hann af Hvammshlíðarfjalli að norðan.
Er hann all víður og hlíðar hans aflíðandi og brattalitlar. Grösugar
eru þær. Lágdalurinn er votlendur og illur yfirferðar. Ambáttar-
lækur hefur upptök sín í flóanum vestan Sjónarhóls, sem er einstakur
melhóll austan til í lágdalnum. Eru merkin milli Enghlíðinga og
Vindhælinga með læknum og í Sjónarhól. Fellur lækur þessi vestur
dalinn í Hvammshlíðará, þar sem Bárðardalsá kemur í hana. Á mel-
holtum skammt austan við Bárðardalsmynnið, allhátt, er einstakur,
stór steinn, sem Bárðarsteinn heitir.
Liggur vegslóðinn norður afréttina af eyrunum við Bárðardalsá
upp í homið hjá steininum og austur hlíðina. Þar uppi, sem þurr-
lendara er, austur að Fífugili, er það alldjúpt gil, sem sker hlíðina
ofan frá brún og niður á flatlendið gegnt Sjónarhól. Hefur framburð-
ur úr gilinu myndað þar töluverðar valllendisgrundir, sem heita
Fífugilseyrar. Af þeim draga vötn til austurs, og rennur lækurinn úr
Fífugili austur til Laxár og er mun meiri en lækurinn úr flóanum,
sem rennur til vesturs.
Er Fífugilslækurinn er kominn niður á miðjan dalinn, breytir
hann stefnu þvert til austurs og myndar þar djúpt gil í gegnum hóla
og holtaklasa, sem er norðast á Ambáttardalnum, þar sem hann sker
Ytri-Laxárdalinn. Heitir lækurinn, eftir að hann kemur í gil þetta,
Ambáttará og fellur í Ytri-Laxá. Er þá komið að austur takmörkum
afréttarinnar, sem eru Ytri-Laxá.
Dalurinn fram með ánni er allvíður, með aflíðandi hlíðum, frekar