Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 146
144
HÚNAVAKA
brattalitlum, sérstaklega að vestan. Undirlendi er þó ekki fyrst fram
með ánni, þar sem hún fellur í þröngu klettagili (Laxárgili), alldjúpu,
fram undir Fannlaugarstaðaeyrar. Eru þar eyrar meðfram ánni fram
að Rauðagili, sem áður er nefnt.
Eyðibýlið Fannlaugarstaðir stendur þar á hólbarði vestan við ána.
bar bjó Sigurður trölli.
Hlíðin norðan frá Aml)áttará, fram að Rauðagili, lieitir Fann-
laugarstaðahlíð. Framan frá Rauðagili og út fyrir Fannlaugarstaði
er hlíðin neðan til, upp undir fjallsræturnar, hallalitlar, breiðar með
djúpum jarðfallsskurðum hér og hvar. Ofar er aflíðandi bratti upp
undir fjallsbrún, bunguvaxið landslag. Er þar holta- og móagróður
með mj()g miklum víðiflesjum.
Út og upp undan Fannlaugarstöðum er slakki í fjallsbrúnina,
nærri norðast, heitir þar Nónskarð (miðað frá Fannlaugarstöðum).
Liggur vegaslóðin þar yfir vestur á Ambáttardalinn og vestur liann,
hátt uppi, ofan við flóa og foræðiskrika, Nónskarðsflá, vestur að Fífu-
gili og niður gilbarminn all lengi og yfir það á slóðirnar vestan dals-
ins. Nónskarð liefur verið leið Sigurðar trölla í kaupstað, sem trú-
lega hefur ekki verið mjög tíðlega. Hæðin norðan við Nónskarð,
þar sem fjallið skagar lengra norður, austan við Nónflá, er kallað
Hornið. Er þaðan gott útsýni, bæði vestur á Ambáttardalinn og fram
Fannstaðahlíðina oa: Laxárdalinn. Út 02: austur af Horninu er hóla-
O o
og melasvæði niður og norðaustur að Ambáttargili og Laxá, með
lautum og kvosum á milli. Heita þar Kvosir.
Um Kvosimar fellur lækur til Ambáttarár í ótal bugðum, er Krók-
arlækur nefnist. Hefur hann upptök í langri laut, sem liggur langs
gegnum suðurhluta holtanna. Heitir hún Krókalækjarlág. Suður og
upp undan henni er dálítil hæðarfylla í hlíðinni niður undan Nón-
skarði, með hjalla að ofan, sem kallast Bekkur.
Suður undan Bekknum liggur vegarslóðin fram hlíðina, að Rauða-
gili, neðan til við aðal brattann, í móunum ofan við breiðarnar. Eru
þar moldargötur með mörgum skurðum. Reiðfæri er þar sæmilegt í
þurrviðrum, en skreipt í votviðrum og illfært, þegar snjóar em
komnir. Skammt ofan við veginn, framan til, gægist fram úr hlíðinni
klettabelti all áberandi, sem nær fram undir Rauðagil. Kallast þar
Beltin.
Á Laxárgilsbarminum, nær syðst, skömmu áður en eyramar taka
við, er áberandi smáhóll, sem Einbúi nefnist. Er þar gott til sjónar