Húnavaka - 01.05.1970, Side 147
HÚNAVAKA
145
fyrir fyrirstöðumann þann, sem með ánni er, þegar gangnaröðin
kemur framan ltlíðina. Norðar á gilbarminum skagar töluverður
ocldi austur að ánni, sem Breiðitangi heitir. Á Ambáttargilbarm-
inum, rétt austan við vaðið á ánni, þar sem farið er, þegar komið er
utan Laxárdalinn, eru einhverjar þústir og hleðslur. Heitir það
Dysin. Á þar að hafa verið dysjaður óbótamaður.
I graslendinu skammt frá gilbarminum sér öðru hvoru, norðan frá
Ambáttará og langt fram hlíðina, fyrir garðlagi, sem legið hefur frá
norðri til suðurs. Ekki er vitað til hverra hluta mannvirki það hefur
verið gjört, en margar vinnustundir hafa farið til byggingar þess.
Framan \ið Ranðagil hækkar dalurinn töluvert. Liggur þar á
kafla liólaþyrping þvert yfir dalinn að austurhlíðinni. Er þetta
svæði kallað Rauðagilshólar. í suðausturhorni Hólanna, skammt frá
ánni, eru rústir að gangnamannakofa, sem Enghb'ðingar byggðu og
notuðu all lengi.
Handan árinnar, suðaustur frá kofanum, blasa við tóftarbrotin að
eyðibýlinu Þórðarseli.
Um hóla þessa fellur áin í þröngu gljúfragili og er þar foss í henni.
Grashvammar eru á stöku stað í gilinu. Vegurinn frá Rauðagili ligg-
ur á ská niður hólana ofan á gilbarminn og sameinast þar slóðunum
norðan með ánni og liggur síðan með ánni fram á Trölleyrar, fremst
á dalnum.
Framan við hólana myndast aftur undirlendi og eyrar við ána,
holtakarmar taka síðan við og skaga sums staðar að ánni. Þá taka við
stórar Ijósastararflár, sundurslitnar af holtum.
Nær fláasvæði þetta nær óslitið norðan frá Rauðagilsliólum og
fram að hlíðarenda. Kallast það Flárnar og ná þær upp að umvörp-
unum, þar sem brattinn byrjar. Næst hólunum vestur af kofanum
er Kofaflá. Ofan við Flárnar taka við holtakarmar og síðan hálfdeigju-
breiðar. Er hlíðin svo upp, vaxin viði, lyngi og fjalldrapa. Er það
bunguvaxið landslag, sem dregst að hæðabungu, er Miðaftansbunga
heitir og nær norðan frá Rauðagili og fram að Tröllabotnum. Er
hún skilin frá Miðaftansfjallinu með löngu, alldjúpu leirdragi, sem
Slakki heitir. Er lítill gróður í Slakkanum, einkum um miðjuna,
enda liggja þar fannir lengi sumars og stundum fara þær ekki.
Miðaftansbungan er mikið lægri en fjallið fyrir vestan. Er hún
mikið gróin móa og holtagróðri. Langs eftir henni, samhliða Slakk-
anum, liggja tvær alldjúpar skorur, er nefnast austari og vestari
10