Húnavaka - 01.05.1970, Page 148
146
HÚNAVAKA
Skora. Eru Iiarðir melliryggir á milli Skoranna og svo Slakkans. —
Stundum er þetta svæði allt kallað Slakkar. Neðan af dalnum að sjá,
ber ekkert á Skorunum, og er eins og um eina samfellda hæðarbungu
sé að ræða, en yfir bungukollinnm sér til brúna Miðaftansfjallsins,
sem lengi sumars eru hvítbryddar af hjamfönnum.
Hlíðin norðan frá Rauðagili fram að Tröllabotnum heitir Fagra-
hlíð. Alldjúpt gil liggur til suðvesturs upp í hlíðina framan við miðju,
sem heitir Fiigruhlíðargil. Lækur samnefndur fellur í Laxá út og
yfir undan Skálarhnjúk, sem er eyðibýli austan Laxár. Utar í hlíð-
inni, sunnan við Kofaflá, rennur annar lækur í Laxá, sem Kofalækur
heitir. Hefur hann upptök í dýjavætum upp í hlíðinni.
Er kemur fram á TröIIeyrar (þar er eyðibýli), breytir áin stefnu
og nafni og heitir Tröllá. Kemur hún suðvestan úr fjallgarðinum,
úr Tröllabotnum. Er það eins konar dalverpi, sem liggur þvert við
hlíðinni framan við Miðaftansfjallið og Bárðardalinn, og takmarkast
að norðvestan af Tröllakistu og Klökkum.
Trölláin er all straumþung, er eyrunum sleppir. Nokkuð upp frá
undirlendinu er foss í henni, sem Tröllafoss heitir. Er hann sér-
kennilegur og fagur. Þrengir bergið þar að ánni mjög, svo að hún
fellur í tiltölulega mjórri bunu fram af brúninni og ofan í fagran,
all víðan Ketil. Er þar mikil hringiða í hylnum. Má ganga þurrnm
fótum bak við fossinn við bergið, sem slútir þar fram.
Afréttarmörk Enghlíðinga að sunnan er Trölláin. Norðan árinnar
er landslag fyrst svipað og í Fögruhlíð, samfellt graslendi neðra, en
móar og holt hið efra. Heitir Mörhlíð fyrst neðan frá, upp með
enda Miðaftanabungu, upp að lækjargili, er Mörhlíðargil heitir. —
Hefur Mörhlíðarlækurinn upptök sunnan í bunguendanum og fellur
í Tröllá nokkuð fyrir ofan Tröllafoss.
Töluvert ofar fellur annar lækur í ána mun meiri, sem Stórilækur
heitir. Hefur hann upptök í Stórabotni, sem er upp undir brún suð-
vestan við Bárðardalsmynnið. í Stóralæk falla norðaustan frá tveir
lækir allstórir. Kemur annar undan Bárðardalsþröskuldi en hinn
norðan úr Slakka. Hlíðin milli Bárðardals og Slakkans sunnan í
Miðaftansfjallinu heitir Dýjahlíð. Er þar hlýlegt fyrir norðanátt og
veit vel við sól. Munu þar oft koma „grænar breiður undan fönnum“,
eins og raunar víða í þessu landgæða afréttarlandi okkar Enghlíð-
inga. — Svæðið milli Stóralækjar og Mörhlíðarlækjar heitir Stóra-
Tunga.