Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 152
150
HÚNAVAKA
Föðursystkini Júlíusar voru sem hér segir:
1) Benedikt, batsformaður frá Höfðakaupstað, — greindarmaður,
slyngur sjómaður og ágætur stjórnari. í mannskaðaveðrinu 2. jan.
1887 var liann sá eini af formönnum þeim, er þá reru úr sveitinni,
sem komst lífs af með áhöfn sína. Varð hann knnnur maður í sam-
bandi við járnbrautarlagningu vestan hafs.
2) Benjamín. Átti hann 4 börn, þau: Benedikt, sem um tíma bjó
á Bjarnastöðum, Ingiríði, móður frú Sigurjónu Jóhannsdóttur, sem
búsett er í Reykjavík. Jónas, föður Sigurjóns, sem lengi var á Stóru-
Giljá, og Sigurjón, sem dó á unga aldri 1908.
3) Sigurbjörg. Giftist Jóni Hannessyni frá Eiðsstöðum. Voru þá
búandi á Brún í Svartárdal, og dætur þeirra: Páh'na, nú á Auðkúlu
og frú Guðrún Petersen, sem gift var og búsett í Reykjavík.
4) Halldóra. Gift í Ameríku.
Ekki er hægt að segja, að meðlætissólin hafi skinið blítt móti Júl-
íusi í fyrstu bemsku. Móðir hans dó, eins og áður segir, er hann var
fárra daga gamall, — og er hann var á öðru ári fluttist faðir lians til
Vesturheims. Kom hann barninu J>á í fóstur hjá ungum lijónum á
Minni-Vatnsleysu og hugðist síðar koma hingað og sækja drenginn.
En svo illa vildi til, að þessi væntanlegi fóstri Júlíusar drukknaði
mjög fljótlega, og sá ekkjan sér ekki fært að hafa drenginn áfram
og var hann þá sendur norður á sveit föðurins. Þegar þangað var
komið, var hann bráðlega tekinn í fóstur af þeinr ágætu hjónum,
Pétri Tímóteusi Tómassyni og Björgu Stefánsdóttur, sem þá bjuggu
á Orrastöðum á Ásum. Komst hann þar í hinar beztu foreldrahendur
og naut hjá þeim ágætrar umönnunar öll sín uppvaxtarár. Var það
honum mikil gæfa að komast á það trausta heimili og eiga þar at-
hvarf á bernsku- og unglingsárunr sínum. Pétur var hinn mesti merk-
ismaður, traustur og góðhjartaður, þótt stundum virtist hann dálítið
hrjúfur á yfirborðinu. Og niðurstaðan varð sú, að þeir Pétur og
Júlíus skildu ekki samvistum meðan báðir lifðu. Það hafði verið
heilladagur fyrir Júlíus, er hann komst sem ungbarn á heimili fóstra
síns og naut þar ástríkis, en það varð líka heilladagur fyrir Pétur, því
að víst reyndist Júlíus honum sem bezti sonur, studdi hann í bú-
skapnum, var hans önnur hönd í umsjón heimilisins, og síðustu árin,
er Pétur var orðinn blindur og hrumur, veitti hann honum skjól og
athvarf og annaðist um, að honum mætti líða sem bezt. Fékk hann