Húnavaka - 01.05.1970, Page 155
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR:
Jón Sölvason
frd Réltarholli d Skagaströnd. Minning við jarðarför 23. dgúst 1969.
Ég er búin að vera næsti nágranni þeirra góðu hjóna, Jóns og Þor-
bjargar, í 10 ár, í Hælinu, sem hann Páll Kolka bjó svo vel í haginn
fyrir okkur fyrir 14 árum. Og það hefur verið gott nágrenni. Við
höfum hitzt daglega, heimsótt
Iivert annað.
Ævinlega gaman að hitta þau
góðu hjón. Þau höfðu frá mörgu
að segja um Skagaströndina okk-
ar gömlu og góðu, sem við elskuð-
um öll. Þau sögðu vel lrá, mundu
vel, höfðu starfað þar með ætt-
ingjum mínum og vinum um
langan aldur.
Þorbjörg var ættuð úr F.yja-
firði, en fluttist hingað í sýslu
barn að aldri og ól hér allan ald-
ur sinn, þar af rúmlega 50 ár gift
Jóni bónda og um 30 ár bjuggu
Jrau í Réttarholti. Aldrei kom ég
víst í þetta litla, snotra býli, und-
ir Höfðanum, en það brosti svo
vingjarnlega við manni. Og þar ríkti áreiðanlega Jrrifnaður og snyrti-
mennska. Annan eins þrifnað hef ég aldrei séð og hjá þeim hjón-
um. Þorbjörg var alltaf að viðra og þurrka af ryk. Og Jóni féll aldrei
verk úr hendi. Hann var nú póstur, fyrst og fremst, þótt hann væri
að verða áttræður, svo batt hann bækur, prjónaði og saumaði ef á
þurfti að halda — og ræktaði blóm. Þau voru blómstrandi um hávet-
ur: „Gulur, rauður, grænn og blár“.
Ján Sölvason.