Húnavaka - 01.05.1970, Page 156
154
HÚNAVAKA
Jón safnaði vísum. Það urðu víst þúsundir. Hann var ljóðelskur,
enda sjálfur hagmæltur. Margt var jafnan um gesti hjá þeim hjónum,
sérstaklega utan að, gamlir, góðir vinir. Synirnir þrír, þeir góðu menn
komu oft og sýndu foreldrum sínum mikla ræktarsemi, sem skyldugt
var.
Það er ekki ástæða til að harma, þótt við, aldin tré, föllum til jarð-
ar, eftir mikið starf. Og það mun sízt hæfa, þegar Jón Sölvason er
kvaddur, sá mikli gleðimaður, sem skemmti hvarvetna, efndi til
skemmtana, án háreisti, en til hógværrar gleði. Mun margur sakna
vinar í stað, þegar Jón er horfinn frá gleðskapnum. Hann var allur í
starfi og hógværri gleði.
Og nú fær þú hvíld í garðinum góða, við rætur Spákonufellsborgar,
fegursta fjalls í heimi, þessa fögru síðsumarsdaga, með yndislegu lit-
skrúði á jörðu, lofti og legi, með kyrrð yfir öllu. — Hvílíkt útsýni í
allar áttir.
Verið öll í Guðs friði, Guði falin, vinir. — Þakka samveruna.