Húnavaka - 01.05.1970, Side 158
BJARNI JÓNASSON, Blöndudalshólum:
Halldór Hel:
Mosfelli
íason,
Fæddur um 1728, dáinn 1. maí 1811. „Lesandi, frómur, skilsamur,
kunnátta í meðallagi“. (Kirkjubókin).
Foreldrar: Helgi b. á Másstöðum o. v. í Sveinsstaðahreppi Árna-
son (b. í Miðhópi 1703, Sigurðssonar) og konu hans Guðrúnar Hall-
dórsdóttur b. á Stóru-Giljá Jónssonar og konu bans Sigríðar Odds-
dóttur. Bróðir Halldórs Helgasonar var Helgi bóndi á Auðólfsstöð-
um um 1775 og síðar á Holtastöðum og loks í Engihlíð, þar sem hann
lézt 1792. Börn Helga voru: Eiríkur bóndi á Miðgili og Elín kona
Guðmundar bónda á Móbergi Sigurðssonar, ættföður Móbergsættar.
Ekki er vitað um fæðingarstað Halldórs á Mosfelli, því að ókunn-
ugt er um bústaði iöður hans, Helga Árnasonar, fyrr en eftir 1730.
Hann er orðinn bóndi í Hnausum 1734, gæti hafa byrjað þar fyrr,
fer þaðan að Steinnesi, svo að Öxl og loks að Másstöðum. Helgi hafði
jafnan all-gott bú. Hann er fæddur um 1701 og dáinn um 1777.
Guðrún f. um 1097, lifði mann sinn og bjó eltir hann á Másstöðum
a. m. k. 1 ár.
Halldór Helgason hefir sjálfsagt alizt upp með foreldrum sínum,
en annars er ekkert kunnugt um hann fyrr en hann kvænist bónda-
dóttur frá Hrafnabjörgum og verður bóndi á Hamri, býr þar 1761
—74 og svo á Mosfelli 1774—1800. Mikil ómegð hlóðst á þau hjón.
Þau höfðu þó sæmilega fyrir sig að leggja framan af búskapnum, en
komust svo í fátækt. Eftir að þau komu að Mosfelli, er lausafjártíund
Halldórs aldrei hærri en 1 hundrað. Voru sum börn þeirra alin upp
á sveitarframfæri og a. m. k. eitt þeirra var tekið í fóstur af ættingj-
um. Þau héldu þó heimili sínu í Móðuharðindunum, og börn þeirra
munu öll hafa lifað af hörmungar fellisáranna.
Við manntalið 1801 eru þau Halldór og kona hans hætt búskap, en