Húnavaka - 01.05.1970, Side 159
HÚNAVAKA
157
eru enn þá heimilisföst á Mosfelli hjá Gísla syni þeirra, senr nú er
orðinn b(3ndi á Mosfelli.
Kona: Ólöf, f. um 1733, d. 6. marz 1812, Bjarnadóttir bónda á
Hrafnabjörgum, Jónssonar bónda á Eiðsstöðum 1703, Bjarnasonar
lögréttumanns á Eyvindarstöðum, Jónssonar, og er það Geitaskarðs-
ætt. Ólöf var því alsystir Bjarna í Holti í Svínadal Bjarnasonar, föð-
ur Björns annálaritara á Brandsstöðum. Ólöf dó á Svínavatni, en þar
var þá Jón sonur þeiiTa hjóna ráðsmaður. Halldór lézt aftur á móti
ári fyrr hjá Sigríði dóttur sinni á Hnjúki í Vatnsdal.
Mér er kunnugt um átta börn þeirra hjóna, sem til aldurs komust.
Eæðingardagar þeirra eru ekki kunnir, því að þau eru öll fædd fyrir
upphaf kirkjubóka Auðkúluprestakalls. Fæðingarár þeirra eru því
áætluð eftir aldursákvörðun sóknarmanntala. Samkvæmt því eru
börnin fædd á tímabilinu 1761—1776.
Hér verða þá talin börn Mosfellshjónanna:
1. Bjarni Halldórsson, f. um 1761. Heima í foreldrahúsum við
fyrsta sóknarmannatal Auðkúluprestakalls 1785. Kvæntist 28. sept.
1792 Margréti Sigurðardóttur á Snæringsstöðum, Sveinssonar. Þeim
hafði áður fæðst sonur, Helgi, f. á Snæringsstöðum 12. nóv. 1791.
Þessi fjölskylda mun hafa flutt eitthvað í fjarlægð, því að mér hefir
ekki tekizt að finna liana í manntali Húnavatnssýslu 1801.
2. Helga Halldórsdóttir, f. um 1761 og ætti því að vera tvíburi við
Bjarna. Hún er vinnukona á Hrafnabjörgum 1785. Giftist ekki, en
átti eina dóttur í lausaleik, Helga Jónsdóttir (Sigurðssonar), fædd
í Ljótshólum 11. okt. 1790. Helga Jónsdóttir giftist 4. okt. 1822
Gísla (d. 12. sept. 1836) Jónssyni frá Hróaldsdal. Bjuggu á Snærings-
stöðum 1822—32 og Mosfelli 1832—35. Yngst af átta börnum þeirra
var Þuríður, f. 27. des. 1835, er átti Davíð síðast bónda á Kötlustöð-
um Davíðsson. Meðal tólf barna þeirra var Daníel, faðir bændanna
Magnúsar hreppsstjóra á Syðri-Ey og Arna í Eyjarkoti.
3. Sigríður Halldórsdóttir, f. um 1764, d. 11. júlí 1846. Átti Þor-
stein (d. 7. nóv. 1827) bónda á Hnjúki Þorsteinsson. Frá þeim eru
Hnjúkverjar. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Hnjúki er fjórði liður
frá þeim Þorsteini og Sigríði á Hnjúki.
4. Jón Halldórsson, f. um.1767. Hann er í sóknarmannatali 1785
talinn sveitarþurfalingur og er til heimilis á Stóra-Búrfelli. Tveim
árum síðar er Jón orðinn vinnumaður á Svínavatni hjá mad. Ingi-