Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 160
158
HÚNAVAKA
björgu Björnsdóttur, og var liann lengi síðan ráðsmaður hennar.
Jón kvæntist í elli sinni, 16. okt. 1833, Björgu Ólafsdóttur í Tungu-
nesi, Bjarnasonar. Bjuggu 1 ár í Tungunesi. Þau voru barnlaus.
5. Halldór Halldórsson, f. 1770. Hann er talinn „fóstraður" á
Hrafnabjörgum í sóknarmannatalinu 1785. Bóndinn á Hrafnabjörg-
um, Jón Bjarnason, sem var bróðir Ólafar á Mosfelli, hefir alið upp
þennan frænda sinn. Vinnumaður á Svínavatni við manntalið 1801.
Bóndi á Kirkjuhóli í Skagafirði 1813—39. Kona hans hét Guðbjörg
Jónsdóttir, úr Svartárdal. Dætur þeirra voru: a) Oddný Halldórs-
dóttir, f. um 1813, átti Ólaf bónda á Skottastöðum, Árnason, en sonar-
dóttir þeirra er Ragnheiður Jónsdóttir, húsfreyja á Steiná og b) Mar-
grét Halldórsdóttir. Hún giftist Jóni syni Páls bónda á Hóli, Einars-
sonar. Bjuggu lyrst á Fossum 1834—36 og Stafni 1836—38, en fluttu
þá norður til Skagafjarðar og bjuggu á þrem jörðum í Lýtingsstaða-
lireppi á árunum 1838—71. Börn þeirra munu hafa farið til Ameríku.
6. Gísli Halldórsson, f. um 1771. Hann mun hafa alizt upp í Litla-
dal hjá móðursystur sinni Guðnýju Bjarnadóttur, konu Guðmundar
Sveinssonar frá Grund. Gísli er í Litladal við sóknarmannatölin
1785 og 1787, talinn tökupiltur í annað skiptið en „fóstraður" í
hitt. Gísli var tvíkvæntur. Fyrri konan (gift 18. des. 1798) hét Þórunn
Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu í tvö ár (1800—02) á Mosfelli, en slitu
sanrvistir. Sonur þeirra var Bjarni, f. á Mosfelli 12. nóv. 1800. Létta-
piltur í Stóradal við manntalið 1816. Bóndi á Mörk 1834—36, brá
þá búi og flutti vestur í Vatnsdal. Bjó síðar í Öxl 1846—63. Dóttir
hans var Sigurlaug, f. 5. apr. 1861, sambúðarkona Guðmundar
Þórðarsonar, síðast bónda í Skyttudal.
Seinni kona Gísla Halldórssonar (gift 12. des. 1808) var Ingibjörg,
f. um 1778, Sigurðardóttir bónda á Rútsstöðum, Sigurðssonar bónda
í Holti, Jónssonar. Voru þau hjón þremenningar, afar þeirra bræð-
ur, Sigurður í Holti og Bjarni á Hrafnabjörgum, faðir Ólafar á Mos-
felli. Þegar þau Gísli og Ingibjörg giftust, var þeim nýfæddur sonur,
Halldór, fæddur á Snæringsstöðum 21. ág. 1808. Halldór þessi bjó í
Ytra-Tungukoti 1846—60. Kona hans var Guðbjörg, f. 15. ág. 1827,
Gísladóttir bónda í Ytra-Tungukoti (nú Ártún) Sigurðssonar frá
Rútsstöðum, og voru þau hjón systkinabörn. Sonarsonur þeirra var
Jón Gíslason bóndi á Ásum, faðir Gísla.bónda á Stóra-Búrfelli.
7. Sveinn Halldórsson, f. um 1772, d. 15. okt. 1838 (varð úti í
stórhríð), bóndi á Hnjúkum. Átti 13 börn, og dó einungis eitt þeirra