Húnavaka - 01.05.1970, Side 161
HÚNAVAKA
159
í bernsku. Tvíkvæntur og átti börn með báðum og auk þess eitt á
undan lijónabandi með ekkjunni Halldóru Sigurðardóttur frá Ási í
Vatnsdal, af ætt Jóns harða bónda á Mörk, Jónssonar. Barn þeirra
var: Jón Sveinsson hreppsstjóri í Sauðanesi, f. 3. des. 1804. Kona
lians var Sigríður Jónsdóttir á Ytra-Hóli Jónssonar, dótturdóttir
Jónasar Benediktssonar prófasts á Höskuldsstöðum. Af 10 börnum
þeirra hjóna komust einungis þrjú upp: Jónas í Finnstungu, afa
Jóns Tryggvasonar í Ártúnum og þeirra systkina, annað Guðrún
húsfreyja í Mjóadal, fciðurmóðir Jóns Baldurs á Blönduósi og Onnu
Sigurjónsdóttur í Blöndudalshólum og þriðja Sigurlaug húsfreyja á
Torfalæk, föðurmóðir Torfa bónda á Torfalæk og bræðra hans.
Fyrri kona Sveins Halldórssonar var Guðrún (d. 4. okt. 1808),
Jónsdóttir bónda á Köldukinn Jónssonar og konu hans Filippíu
Jónsdóttur. Börn þeirra voru tveir synir: a) Sölvi, f. 28. ágúst 1806.
Varð úti í sömu hríðinni og faðir hans. Kvæntur (23. maí 1834) Sig-
ríði Þorsteinsdóttur. Dótturdóttir þeirra var Sigríður Sigmunds-
dóttir kona Þorvalds Jónassonar bónda í Kálfárdal ög Selhaga o. v. —
b) Bjarni, f. 22. júlí 1808, flutti vestur í Miðfjörð.
Seinni kona Sveins (gift 29. júlí 1810) var Margrét (d. 30. nóv.
1864) Illugadóttir bónda í Meðalheimi Bjömssonar. Börn þeirra
voru alls 10: a) Ragnhildur, f. 17. ág. 1810, d. 24. apr. 1811. b) Ragn-
hildur yngri, f. 22. sept. 1811. Dóttir hennar, Helga Þorleifsdóttir
frá Kambakoti, átti Svein bónda í Enni Kristófersson. c) Guðrún, f.
26. okt. 1812. Dóttir hennar Sigríður Jónsdóttir (Þórðarsonar) átti
Svein bónda á Gunnfríðarstöðum Jóhannsson, og var sonur þeirra
Sigurður Fanndal, verzlunarstjóri á Haganesvík. d) Kristinn, f. 17.
febr. 1814, bóndi á Hólabaki, föðurfaðir Kristins Magnússonar úti-
bússtjóra á Blönduósi og bræðra hans. e) Guðmundur, f. 5. febr.
1815, kvæntur 9. maí 1847 Þorkötlu Gísladóttur. Börn þeirra: Ingi-
leif kona Stefáns bónda á Syðra-Hóli Stefánssonar, föður Finnboga
bónda á Brún og þeirra systkina. Annað barn Guðmundar í Hjalta-
bakkakoti og Þorkötlu var Guðmundur bóndi í Svangrund faðir
þeirra bræðra Finns fyrrv. bónda í Skrapatungu og Jóns fyrrv. bónda
á Blöndubakka. f) Kristófer, f. 5. febr. 1815, bóndi í Enni. Kvæntur
1. maí 1842 Ingibjörgu Oddsdóttur. Áttu margt bama, þó að hér
verði einungis nefnd tvö: Kristjana, átti Einar bónda á Breiðavaði
Ámason. Sonardóttir þeirra var Guðrún Jónasdóttir, móðir þeirra
Brandsstaðabænda Sigmars og Sigurjóns Ólafssona. — Sveinn Kristó-