Húnavaka - 01.05.1970, Síða 162
160
HÚNAVAKA
fersson bjó eftir föður sinn í Enni og var kvæntur frænku sinni,
Helgu Þorleifsdóttur, eins og fyrr segir. Meðal barna þeirra var
Ingibjörg (d. 2. okt. 1927), er átti Jón Helgason á Blönduósi og áttu
þau a. m. k. 14 börn, sem fædd eru á tímabilinu 1896—1917. g) Mar-
grét, f. 3. okt. 1816, gift 25. apr. 1844 Jóni Hannessyni bónda á
Hnjúkum. Áttu margt barna, m. a. Kristófer Jónsson bónda í Köldu-
kinn, föðurfaðir núverandi Köldukinnarbænda Jóns og Kristófers
Kristjánssona. h) Sigríður, f. 6. apríl 1818, giftist 7. okt. 1842 Jóni
frá Hurðarbaki Kristjánssyni. Bjuggu á Torfalæk 1844—46. Hún
varð skammlíf. Dóttir þeirra, Margrét, giftist ekki, en átti dóttur,
Sigríði Kristínu Lárusdóttur, — giftist suður. i) Sumarliði, f. 11. júní
1819 og j) Hannes, f. 11. nóv. 1820. Hefi ekki upplýsingar um þessa
tvo sonu Sveins Halldórssonar.
Þá er einungis eftir að geta yngsta barns Halldórs á Mosfelli. —
8. Ólöf Halldórsdóttir, f. um 1776. Ógift vinnukona í Litladal
1816. Barnlaus.
Þáttur þcssi er ein at .35 æviskrám búenda í Svínavatnshreppi 1783, árið sem
Móðnliarðindin gengu í garð, en þá vorn í hreppnum 35 búendur á 29 býlum.
Ég hefi unnið að æviskrám þessara manna, en verki því er þó ekki lokið.
í samráði við ritstjóra Húnavökunnar birtist hér æviskrá eins bóndans. Þátt-
ur þessi er með þeim lengri, enda voru þau Mosfellshjón mjög kynsæl. Gerð
er tilraun til að tengja börn þeirra bjóna nútímanum, en auðvitað er hér ekki
um niðjatal að ræða.
Við samningu þáttarins hafa aðallega verið notaðar kirkjubækur og aðrar
embættisbækur í Þjóðskjalasafni.